Þjóðhagsreikningar 1973-1980 - 01.06.1985, Blaðsíða 66
-64-
reikninga. Þetta framlag verður ekki i' sjálfu sér aðgreint
i' magnþátt og verðþátt með sama hætti og vörur eða
þjónusta. Hugtakið er á vissan hátt mismunarstærð, það er
mismunur þess verðmætis sem atvinnugrein hefur framleitt,
það er framleiðsluvirðis, og þess verðmætis, sem sama
atvinnugrein hefur keypt frá öðrum atvinnugreinum til
notkunar við framleiðsluna, það er aðfanga, eins og áður
hefur verið lýst.
Af þessu leiðir að li'ta má á vinnsluvirðið sem eins
konar bókhaldsjöfnuð, sem i' reynd er allt annars eðlis en
þeir straumar vöru og þjónustu, sem beinli'nis verða
aðgreindir i' magn- og verðþátt.
En vinnsluvirðið má einnig li'ta á sem summu þeirra
þátta, sem það er myndað úr, en það eru:
laun og tengd gjöld
+ rekstrarafgangur
+ afskriftir
+ óbeinir skattar
- framleiðslustyrkir
= Vinnsluvirði
Summa fyrsttöldu þriggja liðanna, það er launa, rekstrar-
afgangs og afskrifta er einnig mikið notuð, en það hugtak
er nefnt vergar þáttatekjur, eins og áður kemur fram.
F framhaldi af þessu er nú rétt að kanna möguleikana á
þvi' að staðvirða vinnsluvirðið beint með þvi' að staðvirða
sérstaklega hvern undirlið þess. X stuttu máli má segja,
að með ýmsum fyrirvörum sé unnt að staðvirða flesta þætti
vinnsluvirðisins aðra en rekstrarafganginn, en hann verður
ekki aðgreindur i' magnþátt og verðþátt.
Það er sem sé ekki hægt að staðvirða vinnsluvirðið
beint, og verður þvi' að li'ta á mismunarstærðina, það er
framleiðsluvirði að frádregnum aðföngum, en þær stærðir má
báðar greina i' magnþátt og verðþátt. Staðvirðing hvors
liðarins um sig, það er framleiðsluvirðis og aðfanga skapar
þvi' engin sérstök vandamál umfram það sem þegar hefur verið
lýst i' köflunum hér að framan.
Vandamálin koma hins vegar upp þegar mismunurinn er