Þjóðhagsreikningar 1973-1980 - 01.06.1985, Blaðsíða 58
-56-
vandamálanna það sama.
Hér vaknar sú spurning, hvað er magnbreyting þjóðar-
framleiðslu eða landsframleiðslu. Magnbreytingu landsfram-
leiðslu má skilgreina sem breytingu framleiðslunnar á
"föstu verði". En hér er unnt að leggja tvenns konar
skilning i' hugtakið "fast verð". Annars vegar er unnt að
skilja hugtakið þannig að um sé að ræða verðmæti vöru eða
þjónustu sem verðlögð er á þvi' verði, sem þessi sama vara
eða þjónusta kostaði á einhverju viðmiðunarári eða grunn-
ári. Hins vegar mætti leggja þann skilning i' hugtakið, að
um væri að ræða hvers konar peningaleg verðmæti sem á grund-
velli einhverrar almennrar verðvi'sitölu væru færð tii verð-
lags eða kaupmáttar á grunnári. Þessum si'ðari skilningi á
hugtakinu "fast verð" er hafnað i' þjóðhagsreikningakerfi
Sameinuðu þjóðanna, en það kerfi er lagt til grundvallar
hérlendis sem og vi'ðast hvar annars staðar. Astæðan fyrir
þvi' að þessum si'ðari skilningi er hafnað er fyrst og fremst
sú, að það er nánast útilokað að finna verðvi'sitölu sem
væri við hæfi. Sem dæmi má taka tilfærslu frá A til B.
Hugsanlegt væri að staðvirða þessa tilfærslu á grundvelli
ýmissa verðvi'sitalna. Þannig mætti til dæmis búa til vi'si-
tölur sem byggðust á útgjöldum A eða B. Vi'sitölurnar gætu
einnig verið reistar á samsetningu teknanna hjá A eða B. A
þennan hátt væru strax komnar að minnsta kosti fjórar
mismunandi verðvi'sitölur, sem til greina kæmi að nota.
Fleiri ágalla mætti nefna á "föstu verði" i' þessum
skilningi.
Fast verð i' þjóðhagsreikningum er þvi' notað i' Þrengri
skilningi, það er að segja sem verð þeirrar vöru eða
þjónustu, sem þessi sama vara eða þjónusta kostaði á grunn-
ári. Af Þessum skilningi leiðir, að fastaverðsreikningur,
eða með öðrum orðum staðvirðing i' þjóðhagsreikningum tak-
markast við þau verðmæti, sem aðgreinanleg eru i' verðþátt
og magnþátt, það er að segja raunvirðisstraumana i' þjóðar-
búskapnum. Með þvi' er átt við vöru- og þjónustureikninga,
sem sýna uppruna og ráðstöfun hvers vöru- eða þjónustu-
flokks, en einnig er átt við framleiðslureikninga einstakra
atvinnugreina, en þeir sýna framleiðsluvirði, aðföng og
vinnsluvirði. Aftur á móti eru t.d. tekju- og útgjalda-
reikningar einstakra geira eins og heimila eða hins opin-