Þjóðhagsreikningar 1973-1980 - 01.06.1985, Blaðsíða 29
-27-
16) Verg landsframleiðsla (Gross Domestic Product, GDP) er
sú verðmætasköpun, sem á sér stað innan landamæra
ri1<isins. Verga landsframleiðslu má li'ta á með
tvennum hætti. Annars vegar má li'ta á hana sem
summuna af framleiðsluverðmæti allrar atvinnustarfsemi
i' landinu að frádregnum rekstrarnauðsynjum til atvinnu-
starfseminnar frá annarri starfsemi eða innflutningi.
Mismunurinn er vinnsiuvirðið fyrir hverja atvinnu-
grein, en summa þess fyrir allar greinar gefur verga
landsframleiðslu. Vinnsluvirði er aftur summan af
launum og tengdum gjöldum, afskriftum, rekstrarafgangi
og óbeinum sköttum, en að frádregnum framleiðslu-
styrkjum. Hins vegar má li'ta á verga landsframleiðslu
sem summu þeirra verðmæta, sem ráðstafað er til endanT
legra nota á framleiðsluti'mabilinu, það er til einka-
neyslu, samneyslu, f jármunamyndunar, birgðabreytinga
og útflutnings en að frádregnum innflutningi.
17) Vergar þáttatekjur (Gross domestic factor income) eru
raunar vergar innlendar þáttatekjur og eru summa inn-
lendra þáttatekna og afskrifta, en þessi hugtök eru
skilgreind i' töluliðum 9 og 2 hér að framan.
18) Verg þjóðarframleiðsla (Gross National Product, GNP) er
hugtak, sem i' reynd var ekki notað i' þjóðhagsreikninga-
kerfi Sameinuðu þjóðanna, þótt það komi vraa fram og
gegni sums staðar lykilhlutverki eins og til dæmis i'
i'slenskum þjóðhagsreikningum. Munur þjóðarframleiðslu
og landsframleiðslu liggur i' launa- og eignatekjum
nettó frá útiöndum. Þessar tekjur eru meðtaldar i'
þjóðarframleiðslu en ekki i' landsframleiðslu. F
i'slenskum þjóðhagsreikningatölum skipta vaxtagreiðslur
til útlanda hér mestu máli, og vegna þeirra er þjóðar-
framleiðslan lægri en iandsframleiðslan.
19) Viðskiptakjör (Terms of trade) eru hlutfallið á milli
útflutningsverðlags og innf lutningsverðlags. Þetta
hlutfall má tákna sem