Þjóðhagsreikningar 1973-1980 - 01.06.1985, Blaðsíða 64
-62-
komið upp önnur álitaefni, eins og um gæðabreytingar, sem
áður var lýst. Að þvi' er þjónustu varðar þá er ekki um
áþreifanlegt magn að ræða. Til dæmis má segja: Hvert er
magn þeirrar þjónustu sem læknir veitir?
Alitaefnin eru hér mörg, en þó nokkuð mismunandi eftir
eðli þjónustunnar sem veitt er. Af þessum sökum er
þjónustunni oft skipt i' flokka eftir þvi', hve náin tengslin
eru við "vörur" i' almennri merkingu þess orðs. Þannig er
talað um efnislega (material) og óefnislega (non-material)
þjónustu. Dæmi um efnislega þjónustu er viðgerðastarfsemi,
vörudreifing og hreinsun. Auðveldara er að greina magn
þessarar þjónustu en óefnislegrar þjónustu. Þetta er þó
nokkuð misjafnt, þvi' sum óefnisleg þjónusta hefur nokkuð
skýrt afmarkaðan magnþátt. Sameiginlegt allri óefnislegri
þjónustu er hins vegar að hún er veitt einstaklingum.
Þessa þjónustu má hins vegar flokka i' tvo undirflokka eftir
þvi' hve magnþáttur þjónustunnar er skýrt afmarkaður. Fyrri
flokkinn mætti kalla hlutkennda þjónustu. Dæmi um hana væri
þjónusta tannlækna, skurðlækna og hárskera. Hinn flokkinn
mætti kalla óhlutkennda þjónustu. Dæmi af þvi' tagi væri
þjónusta sálfræðinga.
Ljóst er, að torvelt kann að reynast að meta magn
þeirrar þjónustu sem veitt er i' hvorum þessara flokka um
sig. r báðum tilvikum á þó við sú almenna regla, að
magnið á ekki að meta eftir einhverju óljósu huglægu mati á
árangri eins og þvi', hve margir læknast. Þess i' stað á að
meta magnið eftir þeirri þjónustu sem veitt er, það er
fjölda lækna i' fullu starfi og svo framvegis. Hér er i'
reynd um hliðstæðu að ræða við vörurnar. En magn vöru er
metið eftir þvi', hve mikið er framleitt eða selt, en ekki
huglægu mati eins og þvi' notagildi, sem hinn endanlegi
notandi kann að hafa af vörunni.
Ein tegund þjónustu hefur nokkra sérstöðu, en það er
opinber þjónusta. Sérstaða hennar er sú að hún er ekki
seld á markaðnum, heldur að jafnaði látin i' té, endurgjalds-
laust. Af þvi' leiðir að verðhlutföll á markaðnum geta ekki
orðið til vi'sbendingar um innbyrðis magnbreytingar ein-
stakra þjónustugreina. Opinber þjónusta getur verið með
tvennu móti. Annars vegar er það sú þjónusta, sem einstökum
þegnum þjóðfélagsins er látin i' té en þá er ljóst hverjir