Þjóðhagsreikningar 1973-1980 - 01.06.1985, Blaðsíða 24
-22-
skipastólsins, vélvæðingu iðnaðar og iðju, byggingar-
framkvæmdir, verðlagsþróunina, heildarf jármunamyndun,
búskap ri'kis og sveitarfélaga, þróun erlendra skuida,
þjóðarauðinn og afskriftir hans, og um neyslu einstaklinga
á vöru og þjónustu. í 12. hefti rits Framkvæmdabankans "Ur
þjóðarbúskapnum", sem út kom i' júni' 1962, birtist sraan
yfirlitsgrein eftir þá Torfa Asgeirsson og Bjarna Braga
Jónsson, og bar hún heitið: "Þjóðarframleiðsla, verðmæta-
ráðstöfun og þjóðartekjur, 1945-1960". Sjálfstæðar einka-
neyslurannsóknir náðu þó einungis til si'ðustu fjögurra
áranna 1957-1960. En tveimur árum áður hafði birst i' sama
ti'mariti grein Arna Vilhjálmssonar: "Þjóðhagsreikningatölur
og aðrar tölur um hagþróun áranna 1948-1958". Þar var að
finna áætlun um ráðstöfunarfé þjóðarinnar á grundvelli sér-
áætlana um einkaneyslu, samneyslu, fjármunamyndun og birgða-
breytingar. Tölur þessar voru að mestu unnar úr gögnum
Framkvæmdabankans. í 12. hefti ti'marits Framkvæmdabankans
er meðal annars lýst þeim uppgjörsaðferðum, sem i' fyrstu
var fylgt. Arin 1945-1960 voru þjóðhagsreikningarnir gerðir
upp eftir tekjuframtalsaðferðinni, sem i' eðli si'nu er sama
uppgjörsaðferð og er hér kölluð tekjuskiptingaraðferð.
Jafnhliða tekjuframtalsaðferðinni voru þjóðartekjur
fjögurra sraustu áranna, 1957-1960, áætlaðar sérstaklega
samkvæmt ráðstöfunaraðferðinni. Niðurstöðurnar sýndu hærri
þjóðartekjur samkvæmt ráðstöfunaraðferðinni en tekjuframtals-
aðferðinni öll árin, og voru þjóðartekjur 6-14% hærri
samkvæmt ráðstöfunarupþgjöri en tekjuframtalsuppgjöri.
Þetta ósamræmi uppgjörsaðferðanna, sem að meðaltali var um
11% var jafnað þannig, að þjóðartekjutölur áranna 1945-1956
samkvæmt tekjuframtalsaðferðinni voru hækkaðar um slétt 10%.
A árunum 1945-1956 var sem sé tekjuframtalsaðferðinni
fylgt við gerð þjóðhagsreikninganna, en frá og með árinu
1957 tók ráðstöfunaraðferðin við. Henni hefur si'ðan verið
fylgt, að meira eða minna leyti i' samræmi við þær aðferðir
sem mótaðar voru i' Framkvæmdabankanum á si'num ti'ma og að
nokkru er lýst i' 12. hefti "Ur þjóðarbúskapnum". A þeim
ti'ma, sem sfðan er liðinn, hafa öðru hvoru verið gerðar til-
raunir til þess að gera upp þjóðhagsreikningana eftir tekju-
framtalsaðferðinni. Ekki hefur þó gefist tóm til þess að
Ijúka þeim tilraunum vegna forgangs annarra verkefna. A