Þjóðhagsreikningar 1973-1980 - 01.06.1985, Blaðsíða 52
-50-
samkvæmt ISIC-flokkuninni með li1<um hætti og starfsemi
fyrirtækjanna, þótt slíkt sé ekki gert hér. Ef það væri
gert myndi starfsemi hins opinbera að stærstum hluta
teljast til atvinnugreinanna 91, 92 og 93.
Starfsemi hins opinbera nær til opinberrar stjórn-
sýslu, löggæslu, mennta- og heilbrigðismála, velferðarmála,
o.fl. Framleiðsluvirði þessarar starfsemi er að lang-
stærstum hluta samneyslan eins og hún er metin i' ráð-
stöfunaruppgjörinu, en þar til viðbótar koma ýmsar tekjur og
seld þjónusta þeirra opinberu aðila, sem teljast til þessa
geira.
Heimildir við gerð framleiðslureiknings fyrir starf-
semi hins opinbera eru fyrst og fremst riVisreikningur og
reikningar bæjar- og sveitarfélaga. Þjóðhagsstofnun hefur
annast úrvinnslu þessara reikninga. Skipulagi þeirrar úr-
vinnslu hefur verið hagað þannig, að yfirlit fengist um
tekjur og gjöld opinbera geirans, eins og hann er skil-
greindur i' tekjuskiptingaruppgjörinu, sjá grein 2.6 hér að
framan. Þessi úrvinnsla er jafnframt liður i' uppgjöri
þjóðarframleiðslunnar, þegar hún er reiknuð út frá ráð-
stöfun verðmætanna (sbr. gr.2.á) og veitir meðal annars upp-
lýsingar um samneysluna. Þessari hlið uppgjörsins er nánar
lýst i' þjóðhagsreikningaskýrslu nr. 2, "Búskapur hins opin-
bera 1945-1980".
Þótt tölur um samneysluna liggi fyrir og þar með
stærstur hluti framleiðsluvirðisins, þá þarf einnig að
skipta framleiðsluvirðinu milli aðfanga og vinnsluvirðis
við gerð framleiðslureikninga. X sumum tilvikum er sli1<
skipting tiltæk en i' öðrum ekki, og þarf þá að áætla hana
sérstaklega. I' þvi' sambandi er meðal annars höfð hliðsjón
af launamiðaskýrslum og tryggingaskrám auk beinna upp-
lýsinga um áætluð launahlutföll i' einstökum útgjalda-
liðum.
r töflum 33 til 35 er starfsemi hins opinbera skipt i'
þrjár atvinnugreinar, þ.e.a.s. opinbera stjórnsýslu o.fl.
(atv.gr. 810), sjúkrahús og aðrar heilbrigðisstofnanir
(atv.gr. 825) og rannsóknarstofnanir (atv.gr. 831). Þessi
skipting á við árin 1973-1979, en frá og með árinu 1980 er
þessum greinum slegið saman i' eitt. Þessi breyting er
tengd breyttri skilgreiningu samneyslunnar i' ráðstöfunar-