Þjóðhagsreikningar 1973-1980 - 01.06.1985, Blaðsíða 47
-45-
5.2.10 Peningastofnanir (atv.gr. 81)
Til peningastofnana teljast bankar, sparisjóðir og
fjárfestingarlánasjóðir. Meðferð peningastofnana i' fram-
leiðsluuppgjöri þjóðhagsreikninga er með all-sérstæðum
hætti og er raunar nokkuð umdeild i' þeirri umræðu, sem nú
fer fram hjá hinum ýmsu alþjóðastofnunum um endurskoðun og
endurbætur á núgildandi þjóðhagsreikningakerfi. Sérstöðu
peningastofnana má rekja til þeirrar meginreglu, að i' fram-
leiðslureikningunum koma vextir ekki fram. Litið er á vaxta-
tekjur sem eignatekjur á tekjuskiptingarreikningunum
(Income and Outlay Accounts), og þessar tekjur mynda þvi'
ekki hluta af framleiðsluvirðinu. Með sama hætti eru vaxta-
gjöld ekki dregin frá áður en rekstrarafgangur er fundinn.
Hins vegar eru vaxtagjöldin gjaldfærð á tekjuskiptingar-
reikningi og vaxtatekjur tekjufærðar þar ásamt rekstrar-
afgangi frá framleiðslureikningi.
Ef þessum meginreglum væri fylgt við gerð framleiðslu-
reiknings fyrir peningastofnanir, yrði niðurstaðan sú, að
vaxtatekjum og -gjöldum yrði sleppt en eftir stæðu óveru-
legar tekjur vegna þóknana o.fl. á móti öllum rekstrar-
kostnaði peningastofnananna. Niðurstaðan yrði þvi' sú, að
rekstrarafgangur peningastofnana yrði stórlega neikvæður.
Þar eð slfkt er talið gefa afar villandi mynd af verðmæti
þeirrar þjónustu, sem peningastofnanir veita, er farin sú
leið að skilgreina framleiðsluvirði peningastofnana sem
summu þjónustutekna, þóknana og vaxtamunar, (mismunar vaxta-
tekna og vaxtagjalda peningastofnana). Jafnframt er
myndaður nýr reikningur, sem hér er kallaður "reiknuð banka-
þjónusta" (Imputed Bank Service Charges). Framleiðsluvirði
þessa reiknings er ekkert, en aðföngin eru jöfn vaxtamuni
peningastofnana. Vinnsluvirði og rekst.rarafgangur þessa
reiknings er þvi' hvort tveggja neikvætt sem aðföngunum
nemur. An leiðréttingar af þessu tagi væri vaxtamunurinn
tvi'talinn þ.e. sem hluti af vinnsluvirði bankakerfisins en
jafnframt hluti af vinnsluvirði þeirrar greinar sem greiðir
vextina.
Reikningar banka, sparisjóða og fjárfestingarlánasjóða
eru teknir eins og hér hefur verið lýst. Heimildirnar eru
skýrslur Bankaeftirlits Seðlabankans um viðskiptabanka og
sparisjóði auk ársreikninga einstakra sjóða. Við
útreikning á vaxtamun er leitast við að taka einungis með,