Þjóðhagsreikningar 1973-1980 - 01.06.1985, Blaðsíða 77
-75-
sem kostur var á.
Hér hefur nú verið lýst aðferðum sem beitt hefur verið
við einstakar greinar iðnaðar. Þó er enn ótalin ein
atvinnugrein, en það er slátrun og kjötiðnaður. I' reynd er
hér um að ræða tvær atvinnugreinar, og hafa þær þvi' verið
staðvirtar samkvæmt þvi'. Annars vegar hefur slátrun verið
áætluð á grundvelli talna um heildarslátrun alls búfjár, og
hins vegar hefur framleiðsuvirði kjötiðnaðar verið staðvirt
með viðeigandi verðvi'sitölum.
6.3.5 Rekstur rafmagns- og hitaveitna (atv.gr. A1)
Magnvi'sitalan fyrir rafstöðvar og rafveitur er fengin
með þvi' að reikna raforkusöluna, mælda i' GWh á föstu verði
ársins 1975 fyrir öll árin 1973-1980. Orkusölunni er skipt
i' tólf verðflokka, og er þar byggt á upplýsingum frá Orku-
stofnun. Salan i' GWh i' hverjum verðflokki er verðlögð sér-
staklega, og þannig fæst magnvi'sitalan. Samanburður á
þessari magnvi'sitölu framleiðslunni mældri i' GWh leiðir
eftirfarandi i' ljós:
Magnvísitala
Staðvirt Framleiddar
raforkusala GWh
Ár 1973 90,6 99,5
1974 93,7 102,0
1975 100,0 100,0
1976 105,2 105,4
1977 111,4 113,3
1978 119,7 116,5
1979 127,7 127,1
1980 132,0 136,9
Fyrri vi'sitalan sýnir meiri vöxt yfir allt ti'mabilið,
en aftur á móti sýnir seinni vi'sitalan meiri vöxt si'ðustu
árin. Astæðan fyrir þessum mun er aukin sala til stóriðju
á árunum 1979-1980 við tilkomu Járnblendiverksmiðjunnar.