Þjóðhagsreikningar 1973-1980 - 01.06.1985, Blaðsíða 100
-98-
Samkvæmt þessu hefur vöxtur hinna einstöku atvinnu-
greina verið ærið misjafn. Nánari samanburð af þessu tagi
má fá i' töflum 6 og 8, eins og áður segir, og þar má jafn-
framt sjá þróunina frá ári tii árs.
Hér verður að sraustu gerður samanburður, annars vegar
á magnvisitölu vergra þáttatekna fyrir allar atvinnugreinar
eins og hún birtist hér samkvæmt framleiðsluuppgjörinu og
hins vegar vergri landsframleiðslu á föstu verði samkvæmt
ráðstöfunaruppgjörinu, sem til þessa hefur verið eina matið
á magnbreytingu landsframleiðslunnar. Þessi samanburður
li'tur þannig út:
Samkvaemt Samkvæmt
framleiðsluuppgjöri ráðstöfunaruppgjöri
Magnvísitala Magnvísitala
vergra %-br. frá vergrar %-br. frá
þáttatekna fyrra ári landsframleiðslu fyrra ári
Ar 1973 100,0 . 100,0 .
1974 103,1 3,1 105,7 5,7
1975 104,0 0,8 107,2 1,4
1976 110,8 6,6 113,1 5,5
1977 118,3 6,8 123,0 8,7
1978 124,6 5,3 130,8 6,3
1979 128,6 3,2 137,0 4,8
1980 135,2 5,2 144,5 5,5
Samanburður þessara tveggja uppgjörsaðferða á föstu
verði leiðir i' Ijós að framleiðsluuppgjörið sýnir um 35%
vöxt, en nýtt ráðstöfunaruppgjör sýnir nú 4á-45% vöxt lands-
framleiðslunnar. Samkvæmt þessu hefur árlegur hagvöxtur að
meðaltali orðið 4,3% samkvæmt framleiðsluuppgjörinu en 5,4%
samkvæmt ráðstöfunaruppgjörinu. 011 árin nema eitt, þ.e.
1976, er vöxturinn meiri samkvæmt ráðstöfunaruppgjörinu.
Þessar niðurstöður koma ekki á óvart, ef hliðsjón er
höfð af niðurstöðunum á verðlagi hvers árs i' grein 7.1.
Þar kom fram, að verðmæti landsframleiðslunnar hafði
15,7-faldast samkvæmt ráðstöfunaruppgjörinu en 15-faldast