Þjóðhagsreikningar 1973-1980 - 01.06.1985, Blaðsíða 51
-49-
gerð heimilistækja, skóviðgerðir, úra- og klukkuviðgerðir
og reiðhjólaviðgerðir. Auk þessara viðgerðagreina nær
atv.gr. 95, persónuleg þjónusta, einnig til ýmissar þjónustu
svo sem þvottahúsa, rakara- og hárgreiðslustofa, ljósmynda-
stofa o.fl.
Þær heimildir, sem hér er stuðst við, eru einkum
atvinnuvegaskýrslur Þjóðhagsstofnunar um iðnað, þ.e.a.s.
viðgerðagreinarnar, og sömu skýrslur um þjónustu fyrir
flestar aðrar greinar i' þessari atvinnugrein. Tvær atvinnu-
greinar i' þessum flokki er ekki að finna i' atvinnuvega-
skýrslunum, en það er heimilisaðstoð (atv.gr. 861) og
útfararþjónusta (atv.gr. 868). Framleiðslureikningur fyrir
báðar þessar greinar er hér áætlaður með hliðsjón af launa-
miðaskýrslum og tryggingaskrám. Athygli skal þó vakin á
þvi' að skráð vinnuafl i' atv.gr. 861, heimilisaðstoð, er að
stærstum hluta konur i' óvi'gðri sambúð við bónda. Störf
þeirra eru ekki meðtalin hér fremur en önnur heimilisstörf,
nema greiðsla komi fram.
5.2.16 Varnarliðíð og i'slenskt starfslið erlendra
sendiráða hérlendis (atv.gr. 96)
Hér flokkast launagreiðslur varnarliðsins og erlendra
sendiráða hérlendis til i'slensks starfsliðs. Si'ðarnefnda
greinin skiptir nánast engu máli. Hér er litið svo á, að
framleiðsluvirðið sé sú vinna sem seld er til hinna erlendu
aðila.
Heimildir um launagreiðslur varnarliðsins eru launa-
miðaskýrslur og tryggingaskrár skattyfirvalda.
5.2.17 Starfsemi hins opinbera
r greinum 5.2.1 til 5.2.16 hér að framan hefur verið
fjallað um einn af þremur geirum framleiðslureikninganna,
það er starfsemi fyrirtækja, og hefur starfsemin verið
atvinnugreinaflokkuð samkvæmt tveggja stafa ISIC-flokkun
Sameinuðu þjóðanna. Nú verður vikið að næsta geira, starf-
semi hins opinbera, en um aðgreiningu milli geiranna má
vi'sa til þess, sem sagt er i' grein 4.2 hér að framan.
Starfsemi hins opinbera mætti flokka á atvinnugreinar
4