Þjóðhagsreikningar 1973-1980 - 01.06.1985, Blaðsíða 21
-19-
Um tölulegan samanburð þessara uppgjörsaðferða fyrir Fsland
er nánar fjallað i' 7. kafla hér á eftir.
2.6 Tekjuskiptingaraðferðin
r sem stystu máli má lýsa muninum á tekjuskiptingar-
aðferðinni og framleiðsluaðferðinni á eftirfarandi hátt:
Framleiðsluaðferðin byggist á þvi' að skrá verðmæt-
asköpunina þar sem hún á sér stað, þ.e. i' einstökum fyrir-
tækjum og atvinnugreinum. Tekjuskiptingaraðferðin byggist
aftur á móti á skráningu verðmætasköpunarinnar, þ.e. lands-
framleiðslunnar, eftir að þessum verðmætum hefur verið ráð-
stafað til framleiðsluþáttanna, vinnu og fjármagns, sem
umbun fyrir notkun þeirra. Svo dæmi sé tekið þá er upplýs-
ingum um launatekjur einstaklinganna safnað úr framtölum
þeirra sjálfra eða á hliðstæðan hátt i' tekjuskiptingarupp-
gjörinu, en i' framleiðsluuppgjörinu er athyglinni beint að
vinnsluvirði fyrirtækjanna fyrst og fremst, en einnig ein-
stökum þáttum þess eins og launagreiðslum.
Einn þáttur tekjuskiptingaruppgjörsins er geira-
skipting efnahagsstarfseminnar og er þá oftast miðað við
fjóra geira eins og áður hefur verið nefnt, það er: fyrir-
tæki önnur en peningastofnanir, peningastofnanir, hið opin-
bera og heimilin. Uppgjöri geiranna er hagað þannig að
ýmsir tekjustraumar milli þeirra eru skráðir, svo sem vaxta-
tekjur, arður, tekjutilfærslur frá hinu opinbera og margt
fleira. Viðskiptin milli aðila innan sama geira eru aftur
á móti ekki tekin með. Þegar geirarnir eru si"ðan dregnir
saman i' eitt, jafnast tekjufærsla i' einum geira á móti hlið-
stæðri gjaldfærslu i' öðrum. Eftir stendur þá tekjumegin
það sem framleiðsluþættirnir, vinna og fjármagn, hafa hvor
um sig borið úr býtum, en gjaldamegin verður eftir neysla
og sparnaður. Segja má, að tekjuskiptingaruppgjörið geti
litið út á eftirfarandi hátt, þegar geirarnir fjórir hafa
verið lagðir saman og milliviðskipti jöfnuð út: