Þjóðhagsreikningar 1973-1980 - 01.06.1985, Blaðsíða 62
-60-
annars vegar og magnbreytingu hins vegar. /Etlunin er, að
upplýsingar um magnbreytingar nái einnig tii gæðabreytinga.
Til þess að slíkt takist þarf að skilgreina magnið vand-
lega.
r þessu sambandi þarf sérstaklega að gæta að þeim
efnislegu breytingum sem kunna að hafa orðið á hverri vöru-
tegund frá einum ti'ma til annars. Þessar breytingar geta
verið tvenns konar. Annars vegar gæðabreytingar á þeim
vörum, sem áður voru framleiddar, og hins vegar nýjar vörur,
sem ekki eiga sér skýra samsvörun við vörur á fyrri ti'ma-
bilum. Hér verður fjallað sérstaklega um hvorn þessara
þátta um sig, þótt segja megi að þeir séu nátengdir.
Segja má, að ein grundvallarforsendan fyrir þvi' að fá
haldgott mat á magnbrey tingu sé skýrt afmörkuð vöru-
flokkun. Sem dæmi mætti nefna, að ef svo óheppilega vildi
til að öll sjónvörp, svart/hvi't og litasjónvörp, af
svipaðri stærð væru i' sama vöruflokki, þá kæmi það fram sem
verðhækkun á sjónvörpum ef meira væri flutt inn af lita-
sjónvörpum eitt árið en annað. Almennt má segja, aó sé
vöruflokkun li'tið sundurliðuð, er sú hætta ávallt fyrir
hendi, að gæðabreytingar "týnist" við staðvirðingu og komi
þvi' fram sem verðbreyting. X þvi' tilviki mundi framleiðsla
eða innflutningur á betri og dýrari vöru ranglega koma fram
sem verðhækkun.
Ein lausn á vandamáli af þessu tagi er sú, að li'ta á
verðhlutfallið á milli nýja og gamla afbrigðisins af sömu
vöru sem vi'sbendingu um gæðabreytingu. Ef nýja afbrigðið
er til dæmis 10% dýrara en gamla afbrigðið, er sagt að
gæðin séu 10% meiri, og þessi gæðabreyting kemur þá fram
sem magnbreyting. Þessa lausn mætti nota þegar gamla af-
brigðið er fáanlegt samti'mis hinu nýja. En jafnvel þótt
svo sé verður að nota þessa aðferð með varúð, þvi' þess eru
mörg dæmi að nýtt afbrigði sé i' fyrstu verðlagt mjög hátt,
en lækki si'ðan smám saman. Þá kemur upp sú spurning hvaða
verðhlutfall eigi að nota sem vi'sbendingu um gæðabreytingu.
Gæðabreytingar geta einnig oft haft það i' för með sér
að eldra afbrigði sömu vörutegundar er tekið af markaðnum
jafnskjótt og hið nýja kemur. Gott dæmi af þessu tagi eru
nýjar árgerðir af bi'lum. Þegar þannig háttar til er ekki
unnt að meta gæðabreytinguna á grundvelli verðhlutfalla