Þjóðhagsreikningar 1973-1980 - 01.06.1985, Blaðsíða 41
-39-
landinu. Skýrsla Búreikningastofunnar nær þó aðeins til
almenns búrekstrar, þ.e. kúabúa og sauðfjárbúa, svo og
þeirra búgreina, sem teljast aukabúgreinar á þessum búum,
svo sem garðyrkju, kartöfluræktar o.fl. Inn i' þessa mynd
vantar hins vegar alifuglabú, svi'nabú, loðdýrabú,
garðyrkju- og gróðurhúsabú og fóðurframleiðslubú. Ur þvi'
er bætt með þvi' að taka úrtök úr skattframtölum þessara búa
og færa þau úrtök si'ðan upp i' heildarstærðir á grundvelli
áætlana Þjóðhagsstofnunar um heildarframleiðslu og tekjur i'
þessum greinum.
5.2.2 Fiskveiðar (atv.gr. 13)
Auk reksturs báta og togara telst til fiskveiða fiski-
rækt, veiði i' ám og vötnum i' atvinnuskyni, gæsla veiði-
réttar, hvalveiðar og selveiðar. Heimildir um rekstur báta
og togara er að finna i' atvinnuvegaskýrslum Þjóðhagsstofn-
unar. Gögn um rekstur hvalveiðiskipa eru byggð á heimildum
úr ársreikningum Hvals hf. Heimildir um aðrar greinar
fiskveiða, þ.e. fiskirækt og selveiði eru ekki reistar á
traustum grunni, enda ekki um stórar greinar að ræða. Að
mestu er stuðst við launafjárhæðir samkvæmt launamiða-
skýrslum og tryggingaskýrslum, svo og ársreikninga fyrir
eina laxeldisstöð, Laxeldisstöð ri1<isins i' Kollafirði.
5.2.3 Fískiðnaður (atv.gr. 30)
Til þessarar greinar teljast frysting, söltun og
hersla, sildarsöltun, hvalvinnsla, lifrarbræðsla og fisk-
mjölsvinnsla. Um allar þessar greinar er fjallað i' atvinnu-
vegaskýrslum Þjóðhagsstofnunar. Til viðbótar eru hér
einnig taldir jöfnunar- og miðlunarsjóðir sjávarútvegs, en
þeir eru Verðjöfnunarsjóður fiskiðnaðarins, Tryggingasjóður
fiskiskipa, Aflatryggingasjóður og Oli'usjóður fiskiskipa,
sem starfræktur var 197A-1975. Sérstakur framleiðslu-
reikningur er búinn til fyrir þessa sjóði. Framleiðslu-
virði þessa reiknings samanstendur af greiðslum i' Verð-
jöfnunarsjóð og tekjum Tryggingasjóðs og Aflatryggingasjóðs
af útflutningsgjaldi. Aðföng þessa reiknings eru að
stærstum hluta iðgjaldsstyrkur Tryggingasjóðs og aflabætur