Þjóðhagsreikningar 1973-1980 - 01.06.1985, Blaðsíða 15
-13-
2.2 Geiraskipting þjóðhagsreikninganna
r þjóðhagsreikningakerfi Sameinuðu þjóðanna (5NA) er,
r þeim hluta þjóðhagsreikningakerfisins sem nær til vöru-
og þjónustustraumanna i' þjóðarbúskapnum, það er allri fram-
leiðslustarfseminni, gjarna skipt i' tvo til þrjá geira,
þ.e. starfsemi fyrirtækja, starfsemi hins opinbera og aðra
starfsemi. Innan hvers þessara þriggja geira er starf-
seminni sraan skipt eftir atvinnugreinum eins og nánar
verður lýst hér si'ðar. Þetta er sú geiraskipting, sem
fylgt er við athugun á hinum svokölluðu raunvirðisstraumum
þjóðhagsreikninganna, en þar er átt við strauma vöru og
þjónustu milli geiranna og eins innan þeirra.
Hin geiraskiptingin, sem einnig skiptir miklu máli, er
skipting hinna svonefndu tekju- og útgjaldareikninga og
f jármagnsstreymisreikninga. Gagnstætt framleiðslustarf-
seminni eða raunvirðisstraumunum sýna tekju- og útgjalda-
reikningarnir og fjármagngstreymisreikningarnir tekju- og
millifærslustrauma milli geiranna, sparnað, fjármunamyndun
og fjármögnun hennar o.fl. Geiraskipting þessara reikninga
er með nokkuð öðrum hætti en geiraskipting framleiðslustarf-
seminnar. X tekju- og útgjaldareikningunum eru geirarnir
oftast fjórir, þ.e. fyrirtæki önnur en peningastofnanir,
peningastofnanir, hið opinbera og heimilin.
r þessari skýrslu verður li'tið sem ekkert fjallað um
si'ðarnefndu, geiraskiptinguna enda tengist hún meir tekju-
skiptingaruppgjörinu en framleiðsluuppgjörinu.
2.3 Helstu uppgjörsaðferðir
Eins og áður er komið fram, er tilgangur þjóðhags-
reikninga að mæla árangur efnahagsstarfseminnar i' þjóðar-
búinu. Arangurinn felst i' þeirri verðmætasköpun, sem á sér
stað á rekstrarti'mabilinu, oftast einu ári. Þennan árangur
má meta út frá þremur sjónarhornum eða uppgjörsaðferðum:
1) Ráðstöfunaruppgjöri
2) Framleiðsluuppgjöri
3) Tekjuskiptingaruppgjöri
Hér á eftir verður hverri þessara þriggja uppgjörs-
aðferða lýst stuttlega, en að öðru leyti fjallar þessi