Þjóðhagsreikningar 1973-1980 - 01.06.1985, Blaðsíða 88
-86-
að launin i' starfsemi hins opinbera eru staðvirt eftir visi-
tölu kauptaxta opinberra starfsmanna, en afskriftir eru
staðvirtar eftir byggingarvisitölu. Samtala þessara
tveggja raða, það er vergra þáttatekna á föstu verði, gefur
magnvisitöluna fyrir starfsemi hins opinbera i' heild.
Hér koma þó upp ýmis álitaefni, og fleiri aðferðir
koma til greina. Sérstaklega á þetta við um staðvirðingu
launanna. X þvi' sambandi koma að minnsta kosti eftir-
farandi möguleikar til álita:
1) Magnbreyting er talin fylgja breytingu vinnuaflsins
frá ári til árs. Kemur þá til álita að miða við
breytingu á fjölda vinnuvikna samkvæmt trygginga-
skrám skattyfirvaida, eða breytingu á stöðugildum sam-
kvæmt upplýsingum launadeildar fjármálaráðuneytis og
fleiri.
2) Notuð er sama aðferð og i' 1), en að auki er reiknað
með framleiðniaukningu vinnuafls hjá hinu opinbera
til dæmis um 1 eða 2% á ári.
3) Launafjárhæðir hvers árs eru staðvirtar með vi'sitölu
kauptaxta opinberra starfsmanna.
r reynd hefur þriðju aðferðinni verið fylgt i' þessari
skýrslu, eins og áður segir. En hvernig er "vi'sitala kaup-
taxta opinberra starfsmanna" fundin út?
Sú vi'sitala tekur til beinna umsaminna taxtabreytinga
og flokkatilfærslna þegar um þær er samið. Auk þess er i'
kauptaxtavi'sitölunni tekið tillit til starfsaldurshækkana
og þær metnar sem i'gildi taxtabreytinga. Þó virðist vera
nokkuð á reiki, hvort allar starfsaldurshækkanir á samnings-
Li'manum eru metnar til kauptaxtabreytinga, eða aðeins þær
starfsaldurshækkanir, sem verða i' upphafi samningsti'mans.
Hins vegar er Ijóst, að starfsaldurshækkanir vegna eldri
samninga koma ekki inn i' kauptaxtana og verða þvi' óbeint
hluti af magnbreytingunni. Annað atriði, sem torveldar
nokkuð mat á kauptaxtabreytingum, eru breytingar á röðun
starfsmanna i' launaflokka, sem verða á samningsti'mabilinu og
eru þvi' i' reynd breytingar á kjarasamningum. Þetta hefur