Þjóðhagsreikningar 1973-1980 - 01.06.1985, Blaðsíða 70
-68-
við þegar ómögulegt eða mjög erfitt er að meta breytingar
framleiðsluvirðis. Dæmi af þessu tagi er framleiðsla á sér-
hæfðum fjárfestingarvörum, svo og þeim vörum sem lengi er
verið að framleiða. Hér mætti nefna skipasmi'ðaiðnað og
almenna byggingarstarfsemi. Framleiðslubreytingar i' þessum
greinum eru oft á trðum nátengdar breytingum aðfanga. Jafrt-
framt er þó oftast reynt að fá fleiri vi'sbendingar um fram-
leiðslubreytingar, svo sem um breytingar á vinnuafli i' við-
komandi greinum.
Þriðja nálgunaraðferðin, sem nefnd var, er aö nota
vinnuaflið sem vi'sbendingu um breytingu vinnsluvirðis. I'
fljótu bragði gæti þetta virst afar nærtækur mælikvarði i'
þeim atvinnugreinum, sem selja ekki þjónustu si'na á
almennum markaði, sérstaklega ef vinnulaunin eru jafnframt
stærsti þáttur vinnsluvirðisins, eins og raunar á sér stað
i' opinberri þjónustu. Við nánari athugun kemur þó i' Ijós,
að þaö liggur alls ekki i' augum uppi hvernig unnt er að fá
sem réttasta mynd af "breytingu vinnuaflsins". Það sem i'
raun réttri er verið að leita að er magnbreyting þeirrar
þjónustu, sem vinnuaflið veitir. Við mat á þeirri magn-
breytingu koma upp álitaefni eins og þau, hvernig fara
skuli með þær gæðabreytingar sem stöðugt eiga sér staö á
vinnuaflinu. Ljóst er að þessar gæðabreytingar koma ekki
inn i' myndina ef aðeins er litið á vinnuti'ma eða ársverk
einstakra starfshópa. Hins vegar má segja að unnt ætt i að
vera að taka tillit til gæðabreytinga, sem stafa af þvi' til
dæmis að starfsmönnum með hærri meðallaun fjölgaði hlut-
fallslega miðað við hina, sem lægri laun hefðu. Þetta mætti
gera með þvi' að nota launahlutföll á grunnári sem vog á
fjölgun starfsmanna i' hverjum hópi.
Eftir stendur hins vegar það vandamál hvernig meta
eigi gæðabrey tingar á vinnuaflinu innan hvers hóps.
Almennt má segja að á þessu sé engin ein viðhli'tandi
lausn. Hér ber þó að hafa i' huga, að flestar athuganir
benda til þess, að sé litið yfir nokkurt árabil, sjást ótvi'-
ræð merki þess að staðvirt vinnsluvirði á hverja vinnu-
einingu fer vaxandi. Þetta á við i' flestum atvinnugreinum
og flestum löndum og bendir ótvi'rætt til þess, að magnvi'si-
tala vinnuafls, sem notar einungis vinnuti'ma eða vinnu-
vikur, vanmeti vöxt vinnsluvirðis á föstu verði. Með öðrum