Þjóðhagsreikningar 1973-1980 - 01.06.1985, Blaðsíða 69
-67-
2) Aðföng notuð sem visbending um breytingu vinnslu-
virðis.
3) Vinnuafl notað sem visbending um breytingu vinnslu-
virðis.
Fyrsta nálgunaraðferðin notar breytingu framleiðslu-
virðis sem visbendingu um breytingu vinnsluvirðis. Hér
verður þvi' að ganga út frá föstu hlutfalli milli aðfanga og
afurða, það er að segja, aðföngin metin á föstu verði verða
að breytast eins og framieiðsluvirðið metið á föstu verði.
Að öðrum kosti verða niðurstöður villandi. Séu engin tök á
þvi' að meta aðföngin á föstu verði og framleiðsluvirðið
eitt sér er eina heimildin, þá er valið auðvelt. Hins
vegar geta komið upp álitaefni i' þessu sambandi, eins og það
hvort æskilegt sé að styðjast, að einhverju marki, við
lauslega staðvirt aðföng, þegar þau eru tiltæk. Aimennt má
segja að slfkt sé talið afar varasamt, þar sem óvissumörkin
á aðföngunum bætist við þau óvissumörk, sem fyrir eru á
framleiðsluvirðinu, og leiði til enn meiri óvissu i' vinnslu-
virði en orðið hefði með þvi' að nota framleiðsluvirðið
eitt. Af þessu má jafnvel draga þá ályktun, að þegar fram-
leiðsluvirðið er ótraust stærð sé jafnvel enn meiri ástæða
til þess að nota það eitt sér sem vi'sbendingu um breytingu
vinnsluvirðis, fremur en að bæta við þeirri óvissu sem
fylgir mati á aðföngum.
Önnur nálgunaraðferðin notar breytingu aðfanga sem
visbendingu um breytingu vinnsluvirðis. Almennt má segja að
aðföngin ein sér séu lakari vi'sbending um breytingu vinnslu-
virðis en framleiðsluvirðið eitt sér. Astæðan er meðal
annars sú, að aðföngin eru yfirleitt mun fjölbreyttari, og
staðvirðing þeirra verður þvi' flóknari en staðvirðing fram-
leiðsluvirðis. Einnig má nefna að innbyrðis samsetning að-
fanga breytist i' flestum tilvikum mun örar frá einum ti'ma
til annars en á sér stað með framleiðsluvirðið. Það geta
þvi' komið upp afdrifarík vandamál við að finna vi'sitölu sem
nota megi við það að staðvirða aðföng.
Þrátt fyrir þessa fyrirvara getur þó talist réttlætan-
legt i' vissum tilvikum að nota aðföngin ein sér sem vi's-
bendingu um breytingu vinnsluvirðis. Sérstaklega á þetta