Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.04.1930, Síða 9
Stefnir]
Frá öðrum löndum.
103
að hann myndi koma í stað Ri-
vera, ef hann félli.
En heldur nú einveldið áfram,
þrátt fyrir stjórnarskiftin? Það
Þykir ekki spá góðu, að færustu
stjórnmálamenn Spánverja, eins
og t. d. fjármálamaðurinn Cambo
og Sanchez Guerra, foringi íhalds-
flokksins, fengust ekki til þess að
taka sæti í stjórninni. Þykir mörg-
um þetta benda í þá átt, að hér
sé um herstjórn og harðstjórn að
ræða áfram.
Berenguer hefir þó lýst því yf-
ir, að hann vilji stefna að því
marki, að hægt verði að taka upp
aftur þinghundna stjórn. Og hann
hefir markað stefnubreytinguna
með því, að látá lausa alla stjórn-
mála-fanga og leyfa öllum útlög-
um að koma heim. En ritskoðun-
ina hefir hann ekki fengizt til að
afnema.
Lýðveldi ?
Allar æsingar í sambandi við
stjórnarskiftin hafa verið þagg-
aðar niður. En margir spá því',
að konungdæminu sé mikil hætta
búin. Tala menn mikið um lýð-
veldi, og jafnvel íhaldsmenn eins
og Guerra, hafa lýst því yfir, að
þeir muni styðja lýðveldismenn,
ef ekki sé önnur leið til þingræðis
°g 'þjóðræðis. Romanoes greifi,
sem er einn af atkvæðamestu
mönnum á Spáni, hefir lýst sig
fylgjandi því, að Spánn verði lýð-
veldi, þannig, að Alfons konung-
ur verði kosinn forseti æfilangt
og niðjar hans eftir hann. En þó
að þessar lýðveldisraddir sé há-
værar í svipinn, er allt enn í ó-
vissu. Og kunnugir menn segja,
að spánska þjóðin sé svo sofandi
og áhugalaus um öll þessi mál, að
engrar verulegrar mótspyrnu sé
þaðan að vænta gegn einveldinu
eða nokkurra átaka til þess að
vinna sér frelsi.
Indlandsmálin.
Indland hefir lengi verið erfið-
asti hluti brezka heimsveldisins.