Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.04.1930, Page 25

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.04.1930, Page 25
Stefnir] Samvinna og sjálfstæði. 119 ir af eðlilegum ástæðum eigi við- skiftamannaskuldir. Félagar þess eru 373 og því eftir 6828 félags- ^nenn. Nú er talið, að eftir því sem naest megi komast, þá séu af um- Tæddum skuldum 1 miljón og 95 þús. kr. hjá utanfélagsmönnum. Væri nú gert ráð fyrir, að það ^allt væri tryggar skuldir, sem auð- vitað fer fjarri, þá kemur samt -á hvern einasta félagsmann hér- um bil 560 króna skuld. Nú er það að athuga, að vitan- lega er fjöldi af hlutaðeigandi fé- lagsmönnum skuldlaus á þessum stað og kemur því þeim mun hærri uPphæð á hvern hinna. Að sjálf- sögðu er ástandið líka mjög mis- Jafnt í hinum ýmsu héruðum ^andsins. Til sönnunar því, að ástandið á Þessu sviði, er í sumum byggðar- lögum eigi gott má geta þess, að í 32. tbl. „Lögréttu" 1929 er grein eftir Eyjólf Guðmundsson hrepp- stjóra á Hvoli í Mýrdal þar sem lýst er að þessu leyti ástand- í hans héraði. Svo illa er fjöldi manna í því kéraði á vegi staddur, sam- kvæmt lýsingu hreppstjórans, að allur bústofninn er veðsettur fyrir Verzlunarskuldum og jafnvel árs- ^ekjur sumra manna fara alveg í vexti og umsamdar afborganir. — Lán úr Byggingar- og landnáms- sjóði, Ræktunarsjóði og öðrum op- . inberum sjóðum telur hrepsstjór- inn ómögulegt fyrir þessa menn að nota. Girt sé fyrir allar meiri hátt- ar umbætur til hagsmuna og við- réttingar. Margur mundi halda að þessar lýsingar væru málaðar full dökk- um litum hjá höfundi, enda er hann að rökstyðja nauðsynina á uppgjöf skuldanna, en ■ sönnunar fyrir því, að lýsingarnar væru rétt- ar, var eigi langt að bíða, því í 35. tbl. „Lögréttu" 1929 svarar hr. Svafar Guðmundsson umræddri grein og viðurkennir allar lýsing- ar hreppstjórans réttar, en hann segir meira. Þar stendur meðal annars: „Því miður er mikill hluti landsmanna undir sömu syndina seldur. Því fer svo fjarri, að efna- hagur almennings í Vestur-Skafta- fellssýslu sé verri en víða annars- staðar, að jafnvel er hægt að nefna heil héruð sem eiga við stórum verri afkomu að búa“. Þegar þess er gætt, að hér talar maður sem bæði er kunnugur í um- ræddu héraði, og eins nákunnug- ur ástandinu hjá S. 1. S., þá er eng- in ástæða til að efa að hér sé rétt frá skýrt, og er þá eigi óhætt að fullyrða að hér sé um þjóðarböl að ræða, sem full ástæða er til að

x

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.
https://timarit.is/publication/1024

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.