Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.04.1930, Side 32

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.04.1930, Side 32
HNAPPARNIR, SEM HURFU i. „Látið þér hann koma inn“, sagði Morrell, bóka-útgefandinn. Stúlkan hvarf, og skömmu síð- ar kom inn á skrifstofuna ungur maður, grannur og laglegur. „Góðan daginn, Reed“ sagði Morrell. Hann reis upp úr sæti sínu og tók í hönd komumanns. „setjist þér þarna, gjörið þér svo vel. Þér munuð vera forvitinn að heyra, hvernig gengur með bókina yðar?“ „Jæja“, svaraði Reed, „ekki get ég alveg borið á móti því. Eg var var hér á gangi, og datt þá í hug að líta inn um leið og vita hvort fyrsta eintakið væri farið“. „Það var rétt af yður“, sagði bókaútgefandinn. Hann leit á blöð, sem lágu á borðinu hjá honum. „Eg er búinn að selja nærri því 3000 eintök strax og pantanirnar streyma inn hvaðanæfa. Það er eins gott að þér vitið það, þér haf- ið reyndar skrifað beztu kynja- söguna á árinu, og ég óska yður til hamingju með bókina“. Ungi maðurinn roðnaði af fögn- uði. Að heyra þetta af vörum sjálfs Morrels, sem ekki var vanur að hrósa mönnum fyrir allt, var meira en hann hafði gert sér vonir um. „Og ég sem ætlaði að skrifa ástasögu“, sagði hann brosandi. „Ef stúlka, sem mér var sam- ferða á lestinni, hefði ekki mist hákarlstönn úr töskunni sinni, hefði mér aldrei dottið í hug að skrifa kynjasögu". „Þá eigið þér þeirri stúlku mik- ið upp að inna“, sagði MorrelL „Og nú vil ég segja yður eitt. „Hákarlstönnin“ hefir komið nafni yðar á hvers manns varir. Þar verðið þér nú að halda því um stund. Ef þér getið komið með aðra sögu, álíka góða, áður en langt um líður, er yður borgið. En ef það bregst, verðið þér gleymdur eftir eitt ár, og þá er til lítils unnið“. „Þér eigið við að ég verði að skrifa aðrakynjasögu“, sagði Reed, og var dauft í honum hljóðið.

x

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.
https://timarit.is/publication/1024

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.