Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.04.1930, Page 45

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.04.1930, Page 45
Stefnir] Hætturnar í hafdjúpunum. 139 ■an kominn: Tom Eadie, Fred Michels og Bill Carr. Daginn eft- ir að kafbáturinn sökk, rann á ís- kaldur stormur, sem fór gegnum merg og bein. Talsvert mikil ivika fylgdi, svo að „Falcon" fór að rugga. Þilfarið varð eins og hála-gler og öll vinna, á skipinu og niðri í sjónum, varð eins erfið °g hættuleg og frekast er unnt að hugsa sér. Tom Eadie hafði verið niðri um daginn og komist að því, að það voru 6 menn lifandi inni í kaf- bátnum. Carr hafði líka kafað um diiginn. Þeir gerðu allar möguleg- or tilraunir til þess að hægt væri að dæla lofti inn í kafbátinn til ]>ess að hann lyfti sér, en allt til einskis. Þeir komu upp úr nær dauða en lífi. ' Veðrið fór síversnandi. Það var að verða ófært að kafa. Var því ákveðið að gera síðustu tilraun tii l’ess að koma lofti inn í torpedó- i'úmið eins fljótt og unnt væri. Michels fór niður, upp á líf og dauða. Hann sagði'sjálfur frá því viku seinna, hvað fyrir hafði kom- Jð. Hann kom þá út af sjúkrahús- inu. „Stormurinn var svo mikill, að .,Falcon“ teygði á akkerunum h. u. b. 30 fet, og slengdist til og frá 'a sjóunum. Þegar eg kom niður, voru taugarnar slakar og slógust til og frá. Eg lenti í leirnum fyrir iutan bátinn, því að mér tókst ekki að halda tauginni, sem fest var við borðstokkinn á kafbátn- um. Allt í einu stríkkaði á línun- um. Lyftu þær mér upp og slengdu mér á þilfarið, rétt við gatið, sem brotnað hafði á kafbátinn við a- reksturinn. Næst þegar „Falcon“ tók í, skall • eg flatur á þilfarið, en í sama bili slökknuðu línurnar og lögguðst margfaldar ofan á mig, og héngu niður í sárið á bátnum. Nú hafa þeir, sem uppi voru, séð, að það dugði ekki að láta stríkka á línunum í hvert skifti sem skipið tók í. Þeir gáfu því út taugarnar, ein 30—40 fet, og allt þetta laggðist ofan á mig og lafði út af bátnum á bæði borð. — Eg reyndi að brjótast undan farginu, en það var engin leið. Eg var fast- ur! Þá fann eg eitthvað kalt við mjóalegginn. Það var vatn, sem sí- aðist inn. Eg hafði höggvið gat á búninginn og vatnið var ekki lengi að fylla fötin mín. Eg hefði aldrei trúað, að hægt væri að skjálfa eins og eg gerði þarna. Eg þóttist vita, að loftþrýstingurinn í hjálminum myndi halda vatninu frá honum; en þó varð eg að halda

x

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.
https://timarit.is/publication/1024

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.