Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.04.1930, Page 54

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.04.1930, Page 54
148 tJltrafjólubláir geislar og jurtagróður. [Stefnir þeir þó mikla líkamlega áreynslu þann tíma. Eg hafði eitt sinn undir hendi tvo kirtlaveika menn. Þeir voru hraustir að öðru leyti og höfðu meltingu í góðu lagi. — Kirtlar á hálsi þeirra hjöðnuðu lítið eitt á sumrum, en uxu aftur sérstakiega síðari hluta vctrar. Jeg fékk þá til þess að taka inn hálfan pela, 125 gr. af góðu þorskalýsi á dag. Var þeim sett fyrir að ljúka þriggja- pela flösku af lýsinu á 6 dögum. Gerðu þeir þetta og betur þó ann- ar þeirra. Árangurinn kom fljótt í ljós. Kirtlarnir tóku að hjaðna og hurfu að mestu leyti á tiltölulega stuttum tíma, 7—8 vikum, og var þetta þó gert á þeim tíma, sem þeir annars voru vanir að vaxa. Sumarið áður höfðu þeir aðeins rýrnað lítið eitt. Þessum áhrifum þorskalýsisins svipar mjög til hinna læknandi áhrifa, sem últra- fjólubláir geislar hafa á kirtla- bólgu. Bendir þetta meðal annars á það, að fjörvi og ultrafjólubláir geislar séu mjög skyldir eða einn og sami kraftur í mismunandi mynd. — Það er algengt að bólgn- ir kirtlar hjaðni á sumrum, en vaxi aftur síðari hluta vetrar. Hefi eg skýrt þetta á þann hátt, að á sumr- um safni menn fjörvi í líkama sinn, annarsvegar úr fæðunni, sem oftast er f jörviauðugri á þeim tíma árs en endranær, vegna meiri neyzlu nýmetis, en hinsvegar frá krafti sólarinnar. Á þetta sér sér- staklega stað um þá menn, sem mikið eru úti undir beru lofti og hafa talsverða áreynslu. — Bendir margt til þess að hæfileg útivinna sé heilnæmari en kyrsetur. Stafar það af því, að áreynslan flýtir fyr- ir efnaskiftingu líkamans og eykur þrótt hans og mótstöðu gegn sýkl- um. Frá þessari tvennskonar upp- sprettu skapast líkama manna auk- inn þroski til baráttu og sigurs gegn þeim óvinum, sem ætíð sækja að mönnum, en það eru sóttkveikj- urnar. Sterkt sólskin, og þá mest hinir últrafjólubláu geislar þess, deyðir sóttkveikjurnar en gerir menn hraustari. Húsakynni og klæðnaður. Húsakynni og klæðnaður eiga sinn þátt í því að útiloka sólar- geislana frá hörundi manna. Þeir, sem notið geta sólarljóss, útiveru og hreyfingar í ríkum mæli, þola betur en aðrir þó fæðu þeirra sé að einhverju leyti ábótavant. En þegar saman fer fæða sneydd fjörvi, lífrænum söltum og öðrum þeim efnum, sem líkaminn má ekki án vera, skortur sólarljóss á hör- und og skortir hreyfingar úti und-

x

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.
https://timarit.is/publication/1024

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.