Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.04.1930, Side 58

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.04.1930, Side 58
152 Últrafjólubláir geislar og jurtagróður. [Stefnir dyrnar. Þetta á sér ekki aðeins stað um dýr, heldur og um man 1- fólkið líka. a mörgum dýrahúsunum er þak- ið að miklu leyti úr gleri. — Var mér sagt að þá hefði verið sett geislagler í þökin og aðra glugga á flestum dýrahúsunum í dýra- görðunum. — Mér var ennfremur sagt að því hefði verið veitt eftir- tekt, að síðan væru dýrin kvilla- minni og að öllu hraustari og heil- brigðari. En sólskinið er stopult í London og yfir borginni er flesta daga þykkur reykjarmökkur, sem hindrar það, að últrafjólubláugeisl- arnir nái yfirborði jarðarinnar. — Þess vegna er í sumum húsunum, t. d. í Ijónahúsinu og apahúsinu, kynt rafljós, sem veitir birtu, sem líkist mest sólarljósinu. Ennfrem- ur voru gólfin upphituð með raf- orku. Að sjálfsögðu var líka löggð mikil stund á það, að fóðrun dýr- anna væri sem mest í samræmi við náttúrlegt eðli þeirra eða svipað- ast því, sem þau hafa þar sem þau lifa villtu og sjálfráðu lífi. Reynsl- an hefir sýnt, að síðan aðbúð dýr- anna hefir verið endurbætt, hefir heilsufar þeirra tekið miklum framförum. Svo er um búið að dýr- in geti verið úti eða inni eftir vild. Síðastliðinn vetur voru óvana- lega miklar frosthörkur í Englandi eins og víðar í Evrópu. En þrátt fyrir kuldann kusu margar dýra- tegundir frá suðrænum löndum að vera úti mikinn hluta dagsins og virtust ekki hafa illt af því. Jafn- vel þó geislaglerið sé talsvert dýrt ennþá, er mikil' áhersla lögð á, það í Englandi, að setja það í glugga á sem flestum barnaskól- um, því börnin mega síst allra vera án hinna líförfandi últrafjólubláu geisla. Útivist og hreyfing. öllu, sem anda dregur, er nauð- synleg hreyfing úti undir beru lofti og að draga að sér sólvermt og sól- hreyft útiloft. Lífið er stöðugur, skipulagsbundinn straumur, sem sólargeislarnir hafa framkallað með krafti sínum. Sjálfráð hreyf- ing er hvorttveggja í senn, ávöxt- ur sólargeislanna um leið og hún. styður að því, að þessi ósjálfráði lifandi straumur vinni sitt ákveðna starf á fullkomnari hátt sjálfum sér til þrifa og styrktar. Líkam- inn er samsettur af ótölulegum grúa af frumukerfum. Blóðið fær- ir öllum þessum borgurum líkams- heildarinnar fæðu um leið og það flytur burtu öll óhreinindi, eða brennsluefni. Að öðrum kosti geta frumurnar ekki unnið sín skyldu- störf. öll vellíðan manna er undir

x

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.
https://timarit.is/publication/1024

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.