Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.04.1930, Side 63

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.04.1930, Side 63
Fjármagn og framfarir. 157 Stefnir] Hvað tákna þá þessar tölur? — Menn meina auðvitað krónur, og Þessir menn eiga þá svo og svo ftiargar krónur. Þetta finnst mönn um nægilega ljóst, spyrja eins- kis frekar. En ímyndar nú nokkur sér í raun og veru að ,,miljónamaður“ eigi eina miljón króna í peninga- skápnum sínum og geti talið þær út þegar hann vill? Eina miljón t silfurkrónum eða í gullmynt, €ða í bankaseðlum? Liklega vill ^aú enginn fullorðinn maður með- ^anga að hann gjöri sér svona barnalegar hugmyndir um hvað tað eiginlega sé að vera ríkur. Og t>ó eru það óneitanlega slíkar hug- ^uyndir, sem móta bollalegging- ar almennings um auðlegðina, úskir hans lum notkun auðlegðar- iunar og kröfur hans til ríku Uiannanna. Menn fordæma ,,auð- kýfinginn“, sem gjörir ekki ann- að en að hrúga saman meiri og meiri peningum, þó hann hafi meira af þeim en hann þarf, og tímir hvorki að nota þá sjálfur ®ða lofa öðrum að nota þá. Mynd- ln> sem samsvarar þessu venju- Jega tali manna, er fépúkinn mni í hálfdimmum hvelfdum eta að telja peningapokana s*na. Stundum er efnuðum mönn- 11111 ámælt fyrir að þeir „setji ekki peninga sína í umferð“, svo að verkamenn og fátæklingar geti unnið sér eitthvað inn. Handiðn- armenn kvarta undan því, að efna mennirnir liggi á peningunum „eins og ormur á gulli“ í staðinn fyrir að láta smíða eitthvað eða kaupa eitthvað fyrir þá. Bak við þessar aðfinnslur skín í hugmynd- irnar um hrúgur af peningum, læstar niðri í hirzlum, engum til nota. Og það er vissulega ekki að- eins fáfróða fólkið, sem gengur með þessar hugmyndir um auð- legðina. Þær eru algengar meðal allra stétta. Jafnvel þjóðmálaskoðanir um efnahagsmálin eru byggðar á þess ari hugmynd um að auðlegðin sé sama sem hrúgur af peningum, sem grípa megi til í hvaða augna- miði sem er. Ef maður lætur eftir sig eignir fyrir 100000 kr., þá í- mynda menn sér að ríkið geti tek- ið meiri eða minni hluta af þess- ari „upphæð“ og notað til út- gjalda sinna. — Mönnum dettur ekki f hug að það geti verið nein- ir erfiðleikar á því fyrir dánar- búið að borga út erfðafjárskatt. Hér kemur það alveg Ijóslega fram, hvernig menn hugsa sér hinar eftirlátnu eignir sem pen- ingaupphæð: sá sem erfir upp- hæðina getur líklega sleppt ein-

x

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.
https://timarit.is/publication/1024

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.