Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.04.1930, Síða 65
159'
Fjármagn og framfarir.
Stefnir]
ar stríðsins ákvarðaðist af þess-
um tölum. — Hér kemur aft-
ur fram hugmyndin um, að
þjóðarauðurinn sé svo og svo
margar krónur, sem hægt sé að
nota til hvers sem er, og þá líka
hægt að eyða til þess að heyja
ófrið. En stríðsárin gjörðu mönn-
um það smám saman ljóst, að
engin þjóð lifir af samanlagðri
þjóðareign sinni, heldur af því,
sem hún framleiðir dag frá degi,
að jafnvel kostnaðinn við að heyja
ófrið verður að greiða að mestu
sf samtíma þjóðarframleiðslu,
nema hjálp til þess fáist frá öðr-
um löndum, sem vilja leggja fram
nokkurn hluta afrakstursins af
samtímá þjóðarframleiðslu sinni.
Það var nú einmitt þetta síðasta,
sem að lokum réði úrslitum ófrið-
arins.
Þar eftir kom svo fram spurn-
^ngin um hernaðarskaðabætur.
Bandamenn gjörðu sér hinar f jar-
stæðustu hugmyndir um, hvað
Þýzkaland gæti borgað. Auðsjá-
anlega var það aðallega sama
hugsunarvillan, sem áður var
nefnd, sem hefir haft þessi áhrif.
Þýzkaland, sem við skulum segja
að hafi átt þjóðareign upp á 300
hnljarða marka fyrir stríðið, ætti
SVo sem að geta borgað stríðs-
skaðabætur upp á eitt eða tvö
hundruð miljarða! En hvemig
þessi greiðsla ætti að fara fram,
með hverju Þýzkaland eiginlega
ætti að borga, það gjörðu menn
sér aldrei Ijósar hugmyndir um.
Auðvitað var hægt að taka dálít-
ið af skipum, eimreiðum, skepn-
um o. þ. h. frá Þjóðverjum, en
hvað svo? Peninga? Já, þeim
hafði Þýzkaland nóg af, en það
voru pappírssneplar, sem voru
Bandamönnum einskis virði. Hvar
var þá þessi mikli þjóðarauður
Þýzkalands? Smám saman hafa
umræðurnar um hernaðarskaða-
bætur byrjað að skýra þessa
spurningu. Svarið gefur góða úr-
lausn þeirrar spurningar um eðli
auðlegðarinnar eða verðmætanna,
sem vér hér erum að velta fyrir
oss. Þjóðarauður Þýzkalands var
aðallega Þýzkaland sjálft: hið
þýzka land, með öllu, sem í
það hafði verið lagt af ræktun,
samgöngutækjum o. þ. h., svo og
öll hús og mannvirki á landinu,
með öllu sem 1 húsunum var af
vélum og efnum, húsgögnum og
húsmunum. Þetta er ekki hægt
að nota í greiðslur til útlanda.
Stríðsskaðabæturnar verður að
greiða með afrakstyinum af fram-
haldandi rekstri þýzka þjóðarbú-
skaparins eftir stríðið. En þar með
er allt skaðabótamálið komið á