Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.04.1930, Síða 92
186
Kviksettur.
[Stefnir
afsökun og flýja, en í því sama
bili leit önnur frúin á hann, og
hné hann þá niður á stól. Eftir
það fóru þessar hefðarfrúr að tala
.saman aftur. Farll leit nú flótta-
lega kring um sig og stalst til þess
að skoða það, sem inni var. Allt
í kring spruttu álmtré, utan
við indverslta ábreiðu, sem var á
gólfinu. Þau stóðu þétt og ófust
saman eins og frumskógur í hita-
beltinu, en efstu greinarnar þyrl-
uðust út á loftið. Á stofn eins
trésins var fest auglýsing og stóð
þar á: „Hundar bannaðir". Eftir
drykklanga stund kom önnur
hefðarfrúin hátíðlega siglandi
eftir stofunni, staðnæmdist beint
fyrir framan hann og horfði á
hann milJi augnanna. Hún sagði
ekkert orð, en það var eins og
svipurinn allur segði: „Svona! tJt
með það! Og hagaðu þér skikk-
anlega!“ Ifann hafði hugsað sér
að brosa vingjarnlega til þessara
aumingja fátæku en heiðarlegu
hefðarkvenna. En ])að varð nú
minna úr því.
„Gjörið svo vel að láta mig fá
te“, sagði hann, og hann var svo
auðmjúkur, að það var eins og
hann bætti við: „Ef þér hafið ekki
ofmikið fyrir því“.
„Og hvað með því?“ spurði frú-
in stutt í spuna.
„Tebrauð“, stundi hann upp,
og þó þótti honum enginn hlutur
verri en tebrauð. En hann varð
að svara einhverju.
Frúin snerist á hæl og var eins
og fötin hennar segðu: „Eg skal
ekki refsa þér í' þetta sinn. En
gerðu nú ekkert af þér, meðan eg
er að ná í teið.“
Þegar hann hafði drukkið einn
bolla af te og etið eina sneið af
tebrauði, var teið orðið rammt og
tebrauðið eins og bezta skósóla-
leður. En Farll fór nú að ná sér
eftir fyrstu geðshræringuna.
Hann hafði nú eiginlega ekkert
gert af sér. Hann hafði komið
inn í opinberan stað og óskað að
fá bolla af te fyrir peninga. Auk
þess gerðu nú hefðarmeyjarnar
allt til þess að láta sem þær vissi
ekki af honum, og engin lifandi
sála viltist inn í „Álmviðinn“ til
þess að fá „reglulegt" te í „reglu-
legri“ stofu. Og nú hvarflaði hug-
ur hans að efni, sem ekki hafði
komið upp í huga hans árum sam-
an, og það var peningar. En
hann hafði tekið eftir því, að það
var ekki nema einn gullpeningur
eftir í buxnavasanum, þegar hann
var búinn að borga vagnstjóran-
um og geymsluna á dótinu. Það
gat því verið full ástæða til þess
að athuga, hve mikil peningaráð