Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.04.1930, Side 94

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.04.1930, Side 94
188 Kviksettur. [Stefnir lega ekkert eftir Leek og datt ekki í hug að segja „aumingja Leek “ Það var óhugsandi, að nokkur maður, sem var kunnug- ur Leek, segði „aumingja Leek“. Það var eugin minnsta hætta á því, að Leek yrði útundan þar sem hann mátti sjálfur deila gæðum lífsins. Þegar Priam Farll hugs- aði um samvistirnar, hlaut með- aumkunin að beinast að honum sjálfum. Að vísu höfðu seinustu stund- irnar heima hjá honum ekki ver- ið sérlega skemmtilegar fyrir hann, en þó höfðu einstök atvik verið heldur notaleg. Læknirinn hafði t. d. tekið fast og'hlýlega í hendina á honum að skilnaði, og það beint frammi fyrir Dun- can Farll. En sérstaklega vænt þótti honum þó um það, að nú gat hann verið alveg viss um, að hann var ekki lengur til í þessum heimi. Hann varpaði öndinni eins og þungu fargi hefði verið létt af herðum hans. Að hugsa sér þá sælutilfinning, að vera alveg laus við Sophíu Entwistle. Þess var ekki langt að minnast — það var þetta æfintýri með Sophíu Entwistle, sem hafði hrakið hann frá París til Lundúna. Hvað hann hafði annars verið vitlaus, alveg hreint óður, að steypa sér út í þetta! En svona er það með feim- ið fólk, það lendir oft í vitlaus- ustu æfintýrunum, ef það fer á annað borð af stað. Hann átti þetta til, að koma sér í náinn kunningsskap við kvenfólk á ferðalagi. (Hann var yfirleitt miklu minna feiminn við kven- fólk en karlmenn). En að hann skyldi fara að biðja annarar eins gistihúsa-hrokkinskinnu eins og' Sophíu Entwistle, og blaðra því í hana, hver hann var, það tók út yfir allt, sem hann hafði kynnst eða komist í! Og nú var hann laus, því að hann var dáinn. Honum rann kalt vatn milli skinns og hörunds, þegar hann horfði niður í það ógnadjúp eymd- arinnar, sem hann hafði losnað við svo nauðulega. Hann, fimmt- ugur maður, reglumaður og van- ur að lifa í fullkomnu sjálfræði, hann var nærri því kominn undh* skóhælinn hennar Sophíu En- twistle, þessarar síflakkandi hefð- ar-piparmeyjar. Þegar hann var að loka vesk- inu aftur, rak hann augun í bréf- ið, sem Leek hafði fengið um morguninn. Hann var fyrst óráð- inn í því, hvort hann ætti að opna það. Það var svona: „Kæri Leek! Mér þótti svo vænt um að fá bréf-

x

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.
https://timarit.is/publication/1024

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.