Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.04.1930, Qupperneq 96
190
Kviksettur.
ÍSLENDINGAR
notið
Fataef ni.
Endingarbest og ódýrast.
Talið við umboðsmenn vora
sem eru um alt land.
Aöalútsala ÁLAFOSS
Simi 404 Laugav. 44 Rvik
„Mathah!“ „Mathaw!“ eins hátt
og þau gátu. Hann náði í eina
framreiðslustúlkuna og spurði:
„Hvað mikið?“
Hún lét blað falla á borðið fyrir
framan hann um leið og hún sveif
framhjá á fullri ferð, og þeytti
úr sér:
„Borga við borðið!"
Hann gekk að borðinu. Það var
hulið í álmviðum, og bak við það
sat svo tignarleg frú, að allar hin-
ar sýndust aumingjar við hlið
henni. Ef hitt voru greifafrúr, þá
var hér auðsjáanlega hertogafrú
— ,að minnsta kosti.
Hann lagði pund á borðið.
[Stofnir
„Ekkert smærra?“ heyrði hann
þjóta í greinum trjánna.
„Því miður ekki“, svaraði hann,
beygður.
Hún þreif pundið, eins og það
væri afskaplegur kross, er henni
væri á herðar lagður.
„Undarlegt!“ muldraði hún.
Síðan lauk hún upp tveim hólf-
um og fékk honum átján skild-
inga og sex penninga til baka, og
var auðséð, að hún þóttist skað-
ast á viðskiftunum.
„Þakka yður“, sagði hann og
stakk peningunum í vasann
skömmustulegur eins og þetta
væri illá fengið fé.
Og svo fór hann út, úr þessari
vistarveru, þar sem aumingja fá-
tæku hefðarfrúrnar voru að reyna
að hafa ofan af fyrir sér. Það síð-
asta, sem hann heyrði, var öskrið
í krökkunum: „Mathaw! Mat-
hah!“
ALICE.
Nokkru síðar stóð hann fyrir
framan dyrnar á St. Georges-hús-
inu og horfði á mannfjöldann, er
streymdi þaðan út. Allt í einu
var hann ávarpaður af þýðri
kvennmannsrödd: „Þér munuð
vera herra Leek?“ Hann snerist á
hæli, eins og honum hefði verið
sýnt banatilræði. Hvað var hann
l