Sagnir - 01.05.1982, Blaðsíða 64
kostnað vildi hann áætla 8—10 þús. kr. Til
samanburðar benti hann á, að bæjarsjóður
Reykjavíkur legði árlega til löggæslunnar
upp undir 100 þús. krónur og taldi því ekki
til of mikils ætlast af fíkissjóði.20)
Tryggvi Þórhallsson gekk út frá allt
öðrum forsendum í útreikningum sínum.
Hann gerði ráð fyrir að varaliðsmenn yrðu
1000, 500 í Reykjavík en annað eins myndi
dreifast niður á hina kaupstaðina sex. Kostn-
aðinn af búningum, tólum og tækjum áætl-
aði hann um eina milljón króna, en lagði
áherslu á að þessi tala gæti verið röng. Frum-
varpið væri þannig að ómögulegt væri að
byggja á neinu. En Tryggvi taldi fjárhagshlið
frumvarpsins nægilega ástæðu til að fella
það við fyrsta tækifæri.21)
Tryggvi Þórhallsson
Magnús Torfason þingmaður Sjálfstæðis-
flokksins gamla, taldi 5. grein laganna, um
kostnaðinn, stórathugaverða. Samkvæmt
henni væri Alþingi hlunnfarið um ákvarð-
anir í því efni.22)
Jón Þorláksson fjármálaráðherra fær hér
síðasta orðið um kostnaðinn. Hann taldi út-
reikninga Tryggva Þórhallssonar vægast sagt
fáránlega. Allsherjarnefnd myndi sníða
frumvarpinu þann stakk, að ríkissjóði yrði
kostnaðurinn ekki ofviða án þess þó að
frumvarpið yrði rýrt svo að gagnlaust
yrði.23)
Hér skal ekkert fullyrt um, hver hafi kom-
ist næst líklegum kostnaði. Til samanburðar
62
má þó benda á að á þingi 26. maí 1933 kom
fram að varaliðið frá 9. nóv. 1932, 180—200
manna lið, hafi fram að þeim tíma kostað
200 þús. krónur.24)
Vel má vera að væntanleg fjárútlát hafi
vaxið í augum sumra þingmanna, enda mik-
ill sparnaðarandi á þingi á þessum árum. í
þessu efni eins og öðrum varðandi þetta
frumvarp vissu menn ekki að hverju var
verið að ganga.
Hlutverk varaliðs — tilefni frumvarps.
Þegar rætt var um hlutverk varalögregl-
unnar sýndist andstæðingum frumvarpsins
nokkuð augljóst að hér væri verið að koma á
fót varaliði sem ætti að nota gegn verkafólki í
kaupdeilum. Stjórnarliðar vörðust slíkum
aðdróttunum og sögðu gjarnan tilganginn
þann einan að efla löggæsluna í landinu. En
svo almenn rök dugðu skammt og er á leið
umræðurnar kom hlutverk varaliðsins smátt
og smátt í leitirnar.
Veigamikil rök gegn yfirlýstum tilgangi
frumvarpsins komu fram í ræðu Jóns Bald-
vinssonar, þar sem hann vitnaði í lög nr. 1
frá 3. janúar 1890, um lögreglusamþykktir
fyrir kaupstaðina. Þar sagði að lögreglu-
valdið gæti krafið sér til aðstoðar sérhvern
fulltíða karlmann er nærstaddur væri og
væru allir skyldir að hlýða því boði. Með
þetta í huga taldi Jón Baldvinsson, að því
færi fjarri að ekki væri séð fyrir hinum
óvæntu atburðum.25) Jón Kjartansson þing-
maður íhaldsflokksins taldi hins vegar að
Jón Baldvinsson ætti að vita manna best,
hvernig farið hefði í þau fáu skipti sem lög-
reglan í Reykjavík hafi beitt þessari heimild.
Þá hafi þeir menn sem kvaddir voru til
aðstoðar, verið svívirtir úr hófi fram einmitt
af meðlimum Alþýðuflokksins.26)
Sumir stuðningsmenn frumvarpsins gáfu í
skyn að tilefni þess væri að vernda lands-
menn gegn erlendum ofbeldismönnum. Þessi
varnarmálaþáttur frumvarpsins var ekki
mikið ræddur en er engu að síður athyglis-
verður. Ásgeir Ásgeirsson þingmaður Fram-
sóknarflokksins taldi að enski flotinn sæi al-
gjörlega um það hlutverk. Einhver liðsafli í
Reykjavík kæmi að engum notum og væri
óþarft að ala á slíkum ótta því ,,það er sagt,
að þeir smáfuglar sje óhultastir, sem hreiðra
sig í nánd við örninn og svo er um okkur og
England.“27)
Bjarni Jónsson frá Vogi þingmaður Sjálf-