Sagnir


Sagnir - 01.05.1982, Blaðsíða 64

Sagnir - 01.05.1982, Blaðsíða 64
kostnað vildi hann áætla 8—10 þús. kr. Til samanburðar benti hann á, að bæjarsjóður Reykjavíkur legði árlega til löggæslunnar upp undir 100 þús. krónur og taldi því ekki til of mikils ætlast af fíkissjóði.20) Tryggvi Þórhallsson gekk út frá allt öðrum forsendum í útreikningum sínum. Hann gerði ráð fyrir að varaliðsmenn yrðu 1000, 500 í Reykjavík en annað eins myndi dreifast niður á hina kaupstaðina sex. Kostn- aðinn af búningum, tólum og tækjum áætl- aði hann um eina milljón króna, en lagði áherslu á að þessi tala gæti verið röng. Frum- varpið væri þannig að ómögulegt væri að byggja á neinu. En Tryggvi taldi fjárhagshlið frumvarpsins nægilega ástæðu til að fella það við fyrsta tækifæri.21) Tryggvi Þórhallsson Magnús Torfason þingmaður Sjálfstæðis- flokksins gamla, taldi 5. grein laganna, um kostnaðinn, stórathugaverða. Samkvæmt henni væri Alþingi hlunnfarið um ákvarð- anir í því efni.22) Jón Þorláksson fjármálaráðherra fær hér síðasta orðið um kostnaðinn. Hann taldi út- reikninga Tryggva Þórhallssonar vægast sagt fáránlega. Allsherjarnefnd myndi sníða frumvarpinu þann stakk, að ríkissjóði yrði kostnaðurinn ekki ofviða án þess þó að frumvarpið yrði rýrt svo að gagnlaust yrði.23) Hér skal ekkert fullyrt um, hver hafi kom- ist næst líklegum kostnaði. Til samanburðar 62 má þó benda á að á þingi 26. maí 1933 kom fram að varaliðið frá 9. nóv. 1932, 180—200 manna lið, hafi fram að þeim tíma kostað 200 þús. krónur.24) Vel má vera að væntanleg fjárútlát hafi vaxið í augum sumra þingmanna, enda mik- ill sparnaðarandi á þingi á þessum árum. í þessu efni eins og öðrum varðandi þetta frumvarp vissu menn ekki að hverju var verið að ganga. Hlutverk varaliðs — tilefni frumvarps. Þegar rætt var um hlutverk varalögregl- unnar sýndist andstæðingum frumvarpsins nokkuð augljóst að hér væri verið að koma á fót varaliði sem ætti að nota gegn verkafólki í kaupdeilum. Stjórnarliðar vörðust slíkum aðdróttunum og sögðu gjarnan tilganginn þann einan að efla löggæsluna í landinu. En svo almenn rök dugðu skammt og er á leið umræðurnar kom hlutverk varaliðsins smátt og smátt í leitirnar. Veigamikil rök gegn yfirlýstum tilgangi frumvarpsins komu fram í ræðu Jóns Bald- vinssonar, þar sem hann vitnaði í lög nr. 1 frá 3. janúar 1890, um lögreglusamþykktir fyrir kaupstaðina. Þar sagði að lögreglu- valdið gæti krafið sér til aðstoðar sérhvern fulltíða karlmann er nærstaddur væri og væru allir skyldir að hlýða því boði. Með þetta í huga taldi Jón Baldvinsson, að því færi fjarri að ekki væri séð fyrir hinum óvæntu atburðum.25) Jón Kjartansson þing- maður íhaldsflokksins taldi hins vegar að Jón Baldvinsson ætti að vita manna best, hvernig farið hefði í þau fáu skipti sem lög- reglan í Reykjavík hafi beitt þessari heimild. Þá hafi þeir menn sem kvaddir voru til aðstoðar, verið svívirtir úr hófi fram einmitt af meðlimum Alþýðuflokksins.26) Sumir stuðningsmenn frumvarpsins gáfu í skyn að tilefni þess væri að vernda lands- menn gegn erlendum ofbeldismönnum. Þessi varnarmálaþáttur frumvarpsins var ekki mikið ræddur en er engu að síður athyglis- verður. Ásgeir Ásgeirsson þingmaður Fram- sóknarflokksins taldi að enski flotinn sæi al- gjörlega um það hlutverk. Einhver liðsafli í Reykjavík kæmi að engum notum og væri óþarft að ala á slíkum ótta því ,,það er sagt, að þeir smáfuglar sje óhultastir, sem hreiðra sig í nánd við örninn og svo er um okkur og England.“27) Bjarni Jónsson frá Vogi þingmaður Sjálf-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.