Sagnir - 01.05.1982, Blaðsíða 84
urpósti, Sunnanpósti og Reykjavíkurpósti
finnum við aðeins, þegar bezt lætur, gamal-
dags patríótisma. Þar gleyma menn því
ógjarnan andartaksstund, að ísland er ein-
ungis hluti af ríki og löndum hans hátignar.
Mér kæmi ekki á óvart, þó að í ljós kæmi,
_ væri það vandlega athugað, að yfirburðir
- margra mikilmenna sögunnar séu ekki hvað
sízt í því fólgnir, að þeir hafi megnað að
samlaga sig þeim hugsjónum eða lífsskoð-
unum, sem öðrum fremur megnuðu að lyfta
samtíð þeirra og samfélagi. En vitaskuld hef-
ur fleira orðið að koma til, sjálfrátt og
ósjálfrátt.
Jón Sigurðsson
Ég man ekki í svipinn eftir sérstöku yfirliti
um stefnu Jóns Sigurðssonar með hliðsjón af
straumum og stefnum samtiðar hans. En það
má einu gilda, um hann hafa svo margir
fjallað meira og minna rækilega, að öll
nauðsynleg gögn ættu að liggja frammi. Jón
er ósvikinn íslenzkur þjóðernissinni —
nationalisti — án þess að falla í þá gryfju að
loka augunum fyrir öllum blettum og hrukk-
um á fati landa sinna. Ekki verður heldur
vart hjá honum við Danahatur, þó að oft
sárnaði honum við dönsk stjórnvöld, og eins
þótt hann virtist hafa meiri skilning á
óánægju þýzku íbúanna í hertogadæmunum
fyrir 1864 en danska minnihlutans í sömu
héruðum. Jóni er greinilega ljóst, að íslend-
ingar eru á marga vegu krepptir undan oki
vanans, tregðunnar og íhaldsseminnar. En
Jón er einnig frjálslyndur, liberal, á borgara-
lega og evrópska nítjándu aldar vísu. Yfir-
leitt einkennist hann af ofstækislausri
stefnufestu og einurð, þó að margt bendi til
að hann hafi átt það til að vera óhugnanlega
langrækinn. Líkast til hefur hann verið
heldur kaldlyndur, án þess þó að vera kyn-
ískur. Realpolitiker kann hann að teljast, og
vil ég þó ógjarnan skipa honum á bás með
Bismarck, þeim stjórnmálamanni, sem likast
til hefur öðrum fremur komið óorði á þann
eiginleika eða þau einkenni, sem átt er við
með þeirri nafngift.
Þjóðernissinnuð afstaða Jóns birtist auð-
vitað fyrst og fremst í baráttunni fyrir stjórn-
arbót, meiri völdum inn í landið og til ís-
lenzkra stofnana, i því að fá konung til þess
82
Jón Sigurösson. Ósvikinn íslenskur þjóðernissinni —
nationalisti — en einnig frjálslyndur, liberal.
að undirrita íslenzkan texta laga, tilskipana
og auglýsinga, sem íslendingum var ætlað.
Frjálslyndið lýsir sér hvað helzt í baráttu
fyrir verzlunarfrelsi í anda Manchester-stefn-
unnar. Realpolitik Jóns birtist í ýmsu, sem
kynni í fljótu bragði að líta út sem henti-
stefna, t.d. þegar hann setur fram reiknings-
kröfur sínar með það í huga að geta slegið af
þeim, ef annað byðist sem girnilegt mætti
teljast. Einnig þegar hann notar sér verkleg-
an stuðning við kláðalækningar stjórnarinn-
ar, sem hann vissulega aðhylltist sjálfur, til
þess að knýja fram baráttumál, sem ekki
hafði náð fram að ganga eftir venjulegum
leiðum. Þá munu flestir telja það raunsæi-
lega afstöðu Jóns, að aldrei virðist hvarfla
að honum að stefna á slit á konungssam-
bandi við Danmörku. Slíkt þótti öllum, inn-
lendum sem erlendum, hrein fásinna fram
um 1900 (til 1905?).
Benedikt Sveinsson
Sennilega er öllu erfiðara að átta sig á
Benedikt Sveinssyni en Jóni, en á hinn bóg-
inn hefur Gunnar Karlsson prófessor gert
rækilega grein fyrir stefnu hans og þing-
eyskra fjandvina hans í doktorsritgerð sinni
og Oddur Didriksen einnig í ritgerðum sínum
í Sögu fyrir rúmum áratug. Benedikt var