Sagnir


Sagnir - 01.05.1982, Blaðsíða 59

Sagnir - 01.05.1982, Blaðsíða 59
tímabilinu 1850—1914, og talaði þar einn frá hverju 5 Norðurlanda. Þessir fyrirlestrar voru gefnir út að fundinum loknum. Sá norski og finnski fjölluðu um konur í iðn- aðarstörfum, sá sænski um konur í atvinnu í Stockholmi, ég talaði um konur í atvinnu í Reykjavík 1880—1914 og danski fyrirlestur- inn fjallaði um lagalega stöðu kvenna og vinnurétt á tímabilinu. Ida Blom gerði samantekt á fyrirlestrunum og átti hugmynd- ina að frekara samstarfi um rannsóknir á konum í atvinnulífi á Norðurlöndum og hef- ur verið driffjöðurin frá upphafi fyrst ásamt Gunnari Quist. Verkefni þetta, sem nefnist ,,Kvinders arbejde i familie og samfund i de nordiske lande 1870—1970“, er í fullum gangi að því er varðar Noreg, Danmörku, Svíþjóð og Finnland, og eru 8—9 sagnfræð- ingar á þriggja ára launum starfandi við verkefnið. Að því er ísland varðar, hef ég tekið þátt í heimildasöfnun og skrifað þátt um vinnukonur í Reykjavík á tímabilinu 1890—1914. Hér er allt á byrjunarstigi og því varla um samanburð að ræða. Hins vegar tel ég mikilvægt að taka þátt, þótt í litlum mæli sé. Ætlunin er að gefa út þessar rannsóknir sem vísi að sögu kvenna á Norðurlöndum. Þeir sem styrkja verkefnið eru rannsóknar- ráð landanna og norræni menningarsjóður- inn. Á 18. sagnfræðingafundinum i Finn- landi s.l. sumar var skýrt frá starfi þessa hóps og einum degi varið til að fjalla um verkefnið. Hópurinn hefur haldið vinnu- fundi í Noregi og hef ég tvisvar tekið þátt í þeim. Rannsóknarráð Noregs (NOS H) hefur staðið fyrir ráðstefnum um kvennaviðhorf i hugvísindum, og árið 1979 átti ég þess kost að sækja slíka ráðstefnu í Noregi. Þar voru fluttir fyrirlestrar um margvísleg efni, s.s. aðferðafræðileg vandamál í kvennarann- sóknum og rædd norræn verkefni, sem unn- ið er að. Vegna þessa hefur áhugi minn á kvennasögu farið vaxandi, og af kynnum mínum af þeim norrænu sagnfræðingum, sem að framan eru nefndir, hef ég átt þess kost að fylgjast með því, sem fram fer í þess- um efnum á Norðurlöndum. Kandidatsritgerð mín fjallaði um atvinnu kvenna í Reykjavík 1890—1914. Margvísleg vandamál urðu á vegi mínum við samningu hennar, og þær helstar, að sögulegar heim- ildir eru ákaflegar fáorðar um hlutverk og hlutskipti kvenna. Þá er þess að geta, að kerfisbundnar rannsóknir hafa hvorki verið gerðar á bændaþjóðfélaginu né á því mikla breytingarskeiði, sem er til umfjöllunar í rit- gerðinni, enda þótt fjallað hafi verið um suma þætti þess. Heimildir um atvinnu kvenna á þessum árum eru af skornum skammti, svo vægt sé til orða tekið. Einungis einstaka konur hafa látið eftir sig skriflegar frásagnir, og konur í Reykjavík fyrir og eftir aldamót eru nafnlaus, óþekktur hópur. Því verður að leita þeirra í manntölum, skýrslum og þess háttar heimildum. En opinber skýrslugerð og hagtölur gefa ekki rétta mynd af því, hvaða störf konur inntu af hendi og mikilvægi þeirra fyrir þjóðarbúið vegna þess m.a. að giftar konur teljast ekki vinnandi heldur framfærðar af mönnum sinum, enda þótt vitað sé, að margar þeirra unnu hálfs- dagsstörf, sem hvergi eru skráð. Lítið hefur verið fjallað um þessar konur, stöðu þeirra og hagi. Þetta stafar m.a. af því, að sjónum hefur ekki verið beint að konum og ekki hef- ur verið gerð leit í heimildum í þeim tilgangi að finna þar vitneskju um konur, lif þeirra og störf. Hér er því mikið verk óunnið. 57
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.