Sagnir - 01.05.1982, Blaðsíða 78
Alþýðubókin bls. 65).
Þjóðerni er óaðskiljanlegur hluti af per-
sónuleika hvers manns, þáttur í allri hans til-
vist, því sem hann er. Þjóð er ekki bara fólk
sem vinnur í sama hagkerfi. Þjóð er andlegt
samfélag. Samfélag manna sem tekur höndum
saman um sköpun mannlifs og menningar
eftir eigin höfði. Halldór Laxness hefur það
eftir Sig. Kr. Péturssyni (Alþýðubókin bls.
45) að Guð hafi ,,ekki í tilgangsleysi látið
mig fæðast af þessari þjóð í þessu landi. Sá
íslendingur sem ætlar að hætta að vera ís-
lendingur, hættir að vera það sem hann er.“
— Á þessu ætti og að byggjast samheldni og
samhugur, stolt yfir öllu því sem landinu ger-
ir vel. Ríkið ætti að vera vettvangur fyrir
samvinnu og einingu. Þetta ætti að vera okk-
ur frekar innan handar en í hinum rótgrónu
stéttaríkjum Evrópu. Slíkt þjóðlíf hlýtur að
byggjast á jafnrétti, frelsi til orðs og athafna.
En íslenzka ríkið burðast við að halda uppi
skólum sem kenna mönnum undirgefni og
hlýðni, jafnframt því sem þeir þjálfa vinnu-
afl. Það vantar her til að reka á smiðshöggið.
En við þurfum engan her til að halda uppi
innanlandsfriði. Við höfum allar aðstæður
til að hagnýta okkur þau forréttindi sjálf-
stæðs þjóðríkis að fara okkar eigin leiðir, en
láta hvorki útlendinga né útlendar fyrir-
myndir segja okkur fyrir verkum. Þannig
leggjum við okkar eigin sérstaka skerf til
menningar þjóðanna. En það verður ekki
gert nema í hendur haldist skapandi starf og
skilningur á sögu og erfð.
Það er ekki í tízku núna að tala um vitund.
En ég vona að lesandinn skilji hvað ég á við,
þegar ég segi að án skýrrar þjóðarvitundar,
skýrra þjóðarmarkmiða, verður sköpun
þjóðarsögunnar samsafn tilviljunarverka.
Frelsi kallar á ábyrð. Og það er torvelt að
finna þá skynsemi sem ráða ber frjálsri þjóð,
svo að hún verðskuldi frelsið.
76