Sagnir - 01.05.1982, Side 43
Konur fagna fengnum kosningarrétti við setningu Alþingis 1915.
átti sér stað úti á landi. Síðast buðu konur
fram til bæjarstjórnar í Reykjavík 1918.
Konur kusu ekki lengur konur bara af því að
þær voru konur, aðrir hagsmunir mótuðu
stjórnmálin.
Eftir að konur fengu kosningarétt og kjör-
gengi til alþingis 1915, var nokkur hugur í
þeim, en eftir minnkandi fylgi kvennalist-
anna hafa þær eflaust hugsað sig um tvisvar.
Bríet Bjarnhéðinsdóttir tók þátt í landskjöri
til alþingis 1916 fyrir Heimastjórnarflokk-
inn, en komst ekki að.
Engin kona á þingi þrátt fyrir fengin rétt-
indi, eitthvað varð að gera við því að áliti
kvenréttindakvenna. Þegar landskjör stóð
enn fyrir dyrum 1922 var ákveðið að bjóða
fram kvennalista, að þessu sinni var
Ingibjörg H. Bjarnason skólastjóri Kvenna-
skólans efst á lista. Hún fékk 22,4%
greiddra atkvæða og komst inn á þing, fyrst
íslenskra kvenna. Ástæðan fyrir þessu mikla
fylgi var að likindum sú að borgaraleg öfl
sameinuðust um hana (3 þingmenn voru
kosnir i þetta sinn). Framsóknarflokkurinn
(stofnaður 1917) og Alþýðuflokkurinn
(stofnaður 1916) voru í sókn, en ihaldsöflin
voru enn sundruð. Þegar Ingibjörg hafði
dvalið í þingsölum um sinn, sá hún ekki fram
á að koma neinum málum áleiðis ein á báti
og gekk því til liðs við samherja og varð einn
af stofnendum íhaldsflokksins 1924. Það var
Landspítalamálið sem Ingibjörg greiddi
þessu verði. Faðmlag hennar við íhaldið var
mörgum konum lítt að skapi, einkum eftir
að hún greiddi atkvæði með innflutningi
Spánarvínanna. Heill bæklingur var gefinn
út um ,,svik“ Ingibjargar og er ekki að efa
að hún átti sinn þátt í að kippa fótunum
undan kvennaframboðum, þótt fleira hafi
átt þar hlut að máli. 1926 var allur vindur úr
framboðshreyfingu kvenna, þá hlaut
kvennalistinn aðeins 3,5% atkvæða, en í
framboði var Bríet Bjarnhéðinsdóttir. Lauk
þar með þessum kafla í sögu íslenskra kven-
réttinda. Pólitísk þróun í landinu var öll í átt
til harðra stéttaátaka og þegar svo var komið
og borgaraleg réttindi fengin áttu konur ekki
lengur samleið í pólitík. Næstu árin snéru
kvenréttindakonur sér að velferðarmálum
kvenna og barna.