Sagnir


Sagnir - 01.05.1982, Side 68

Sagnir - 01.05.1982, Side 68
Árni Björnsson: Um útleiðslu Ingvars úr Tjarnarbúð Svipmynd úr stjórnmálasögu 7. áratugarins Veturinn fyrir Alþingiskosningar 1967 áttu sér stað margir og strangir fundir um skipan framboðslista Alþýðubandalagsins í Reykjavík. Ein orsök þessara þrauta var sú, að Einar Olgeirsson, sem skipað hafði efsta sæti á listum Kommúnistaflokksins, Sósíal- istaflokksins og Alþýðubandalagsins í þrjá áratugi, ákvað að draga sig í hlé. Voru menn ekki allskostar sammála um, hversu það skarð skyldi fyllt. Deilurnar stóðu einkum milli félaga i Sósíalistaflokknum (sem enn var formlega starfandi) og svonefndra Hannibalista, sem í upphafi komu úr Mál- fundafélagi Jafnaðarmanna, einskonar klofningi úr Alþýðuflokknum frá 6. ára- tugnum. Aldrei var almenningi gert ljóst á viðunandi hátt, um hvað deilurnar í rauninni snerust. En manna á meðal þótti einsýnt, að örlög Jóns Baldvins Hannibalssonar á listan- um hefðu ekki skipt litlu máli. 10. apríl var framboð Alþýðubandalags- ins, G-listinn, ákveðið á frægum og fjöl- mennum fundi í Tónabíó. Efstu menn hans urðu: Magnús Kjartansson, Eðvarð Sigurðs- son, Jón Snorri Þorleifsson, Ingi R. Helga- son, Sigurjón Þorbergsson, Adda Bára Sig- fúsdóttir. Hannibalistar lögðu til, að 6 efstu sætin væru þannig skipuð: Magnús Kjart- ansson, Einar Hannesson, Eðvarð Sigurðs- son, Jón Baldvin Hannibalsson, Adda Bára Sigfúsdóttir, Ingi R. Helgason. Eftir ósigur í atkvæðagreiðslu sögðu Hannibal Valdimarsson og hans fylgismenn sig úr lögum við „litlu ljótu klíkuna“, en það var uppnefni þeirra á þeim Sósialista- flokksmönnum, sem Hannibalistar töldu mestu ráða í Alþýðubandalaginu. Skömmu síðar stofnuðu þeir „Félag Alþýðubanda- lagsmanna í Reykjavík“. Formaður þess var 66 Jón Baldvin Hannibalsson. Félagið bauð fram við Alþingiskosningarnar og hlaut listabókstafinn I. Efstu menn hans voru: Hannibal Valdimarsson, Vésteinn Ólason, Haraldur Henrysson, Jóhann J.E. Kúld, Kristján Jóhannsson, Jón Maríasson. Ekki mun hafa þótt við hæfi, að feðgar væru í efstu sætum á sama lista. Á framhaldsstofnfund þessa félags, sem haldinn var í Tjarnarbúð 10. maí, kom m.a. Ingvar Stefánsson (1935—71) skjalavörður á Þjóðskjalasafni, sem gerst hafði meðmæl- andi framboðslistans, en ekki gengið í fé- lagið. Var þess nú krafist, að hann gerðist fé- lagsmaður, ef hann vildi sitja fundinn, en Ingvar taldi það enga þörf eða skyldu og engan lagastaf fyrir því. Vísaði hann m.a. til þess, að í fundarsalnum sæti Helga Kress, sem væri m.a.s. í 14. sæti á öðrum fram- boðslista, G-listanum. Kom þá til skjalanna Teitur Þorleifsson úr Hörðudal, Dalasýslu, sem var í 2. sæti hannibalslistans í Vest- fjarðakjördæmi. Sá taldi Ingvar vera að snuðra, greip þéttingsfast um handlegg hon- um og leiddi hann með þjósti út endlangan sal. Handritastofnun íslands var þá til húsa á . neðstu hæð Safnahússins við Hverfisgötu, og kom Ingvar þangað niður flesta morgna á einskonar stofugang. Daginn eftir fundinn kvaðst Ingvar helaumur í handleggnum eftir Teit. Nefndi hann einnig, að Teitur væri dótturson Sveins frá Mælifellsá, sem verið hefði bölvaður gyðingur og auk þess breytt hinu ágæta bæjarnafni, Geitastekkur í Hörðudal, i Bjarmaland. Skuggsýnt hefði verið i fundarsalnum líkt og myrkraverk væru á döfinni. Sagði hann nú búið með
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Sagnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.