Sagnir - 01.05.1982, Blaðsíða 68
Árni Björnsson:
Um útleiðslu Ingvars úr Tjarnarbúð
Svipmynd úr stjórnmálasögu 7. áratugarins
Veturinn fyrir Alþingiskosningar 1967
áttu sér stað margir og strangir fundir um
skipan framboðslista Alþýðubandalagsins í
Reykjavík. Ein orsök þessara þrauta var sú,
að Einar Olgeirsson, sem skipað hafði efsta
sæti á listum Kommúnistaflokksins, Sósíal-
istaflokksins og Alþýðubandalagsins í þrjá
áratugi, ákvað að draga sig í hlé. Voru menn
ekki allskostar sammála um, hversu það
skarð skyldi fyllt. Deilurnar stóðu einkum
milli félaga i Sósíalistaflokknum (sem enn
var formlega starfandi) og svonefndra
Hannibalista, sem í upphafi komu úr Mál-
fundafélagi Jafnaðarmanna, einskonar
klofningi úr Alþýðuflokknum frá 6. ára-
tugnum. Aldrei var almenningi gert ljóst á
viðunandi hátt, um hvað deilurnar í rauninni
snerust. En manna á meðal þótti einsýnt, að
örlög Jóns Baldvins Hannibalssonar á listan-
um hefðu ekki skipt litlu máli.
10. apríl var framboð Alþýðubandalags-
ins, G-listinn, ákveðið á frægum og fjöl-
mennum fundi í Tónabíó. Efstu menn hans
urðu: Magnús Kjartansson, Eðvarð Sigurðs-
son, Jón Snorri Þorleifsson, Ingi R. Helga-
son, Sigurjón Þorbergsson, Adda Bára Sig-
fúsdóttir. Hannibalistar lögðu til, að 6 efstu
sætin væru þannig skipuð: Magnús Kjart-
ansson, Einar Hannesson, Eðvarð Sigurðs-
son, Jón Baldvin Hannibalsson, Adda Bára
Sigfúsdóttir, Ingi R. Helgason.
Eftir ósigur í atkvæðagreiðslu sögðu
Hannibal Valdimarsson og hans fylgismenn
sig úr lögum við „litlu ljótu klíkuna“, en
það var uppnefni þeirra á þeim Sósialista-
flokksmönnum, sem Hannibalistar töldu
mestu ráða í Alþýðubandalaginu. Skömmu
síðar stofnuðu þeir „Félag Alþýðubanda-
lagsmanna í Reykjavík“. Formaður þess var
66
Jón Baldvin Hannibalsson. Félagið bauð
fram við Alþingiskosningarnar og hlaut
listabókstafinn I. Efstu menn hans voru:
Hannibal Valdimarsson, Vésteinn Ólason,
Haraldur Henrysson, Jóhann J.E. Kúld,
Kristján Jóhannsson, Jón Maríasson. Ekki
mun hafa þótt við hæfi, að feðgar væru í
efstu sætum á sama lista.
Á framhaldsstofnfund þessa félags, sem
haldinn var í Tjarnarbúð 10. maí, kom m.a.
Ingvar Stefánsson (1935—71) skjalavörður á
Þjóðskjalasafni, sem gerst hafði meðmæl-
andi framboðslistans, en ekki gengið í fé-
lagið. Var þess nú krafist, að hann gerðist fé-
lagsmaður, ef hann vildi sitja fundinn, en
Ingvar taldi það enga þörf eða skyldu og
engan lagastaf fyrir því. Vísaði hann m.a. til
þess, að í fundarsalnum sæti Helga Kress,
sem væri m.a.s. í 14. sæti á öðrum fram-
boðslista, G-listanum. Kom þá til skjalanna
Teitur Þorleifsson úr Hörðudal, Dalasýslu,
sem var í 2. sæti hannibalslistans í Vest-
fjarðakjördæmi. Sá taldi Ingvar vera að
snuðra, greip þéttingsfast um handlegg hon-
um og leiddi hann með þjósti út endlangan
sal.
Handritastofnun íslands var þá til húsa á .
neðstu hæð Safnahússins við Hverfisgötu,
og kom Ingvar þangað niður flesta morgna á
einskonar stofugang. Daginn eftir fundinn
kvaðst Ingvar helaumur í handleggnum eftir
Teit. Nefndi hann einnig, að Teitur væri
dótturson Sveins frá Mælifellsá, sem verið
hefði bölvaður gyðingur og auk þess breytt
hinu ágæta bæjarnafni, Geitastekkur í
Hörðudal, i Bjarmaland. Skuggsýnt hefði
verið i fundarsalnum líkt og myrkraverk
væru á döfinni. Sagði hann nú búið með