Sagnir - 01.05.1982, Blaðsíða 5
Inntak Stóradóms í stuttu máli:
„Stóridómur (Langidómur), löggjöf samþykkt á Alþingi 30.6. 1564.... var i gildi lítt breytt-
ur fram á 18. öld, en ekki afnuminn að fullu fyrr en 1838.“1)
Brot gegn Stóradómi kölluðust:
Frillulífi: kallað lausaleikur nú á dögum, þ.e. samfarir ógiftra. Skv. Stóradómi var þetta at-
hæfi saknæmt og andsnúið vilja guðs, en svo hafði ekki verið skv. Kristnirétti.
Hórdómur: kallað framhjáhald nú á dögum. Dauðarefsing og aleigumissir lágu við 3. hór-
dómsbróti. 1614 var gerð samþykkt á Alþingi þar sem dauðarefsing var aflögð við þriðja ein-
falda hórdómsbroti en útlegð af landi skyldi koma í staðinn.2) Einfalt var hórdómsbrot kallað
ef aðeins annar aðilinn var kvæntur, en tvöfalt ef bæði voru.
Sifjaspell: samfarir ættingja eða tengdra. Alvarlegust brot af þvi tagi þýddu dauðarefsingu
og eigumissi. Vægust slík brot voru legorð í 3. og 4. lið. Jakob Benediktsson segir
sektarákvæði gegn því hafa verið fellt burt fljótlega,3) en ekki er að sjá í sakafallsreikningum
að sú niðurfelling hafi verið látin gilda, a.m.k. um miðja 17. öldina.
Með Stóradómi var lögfest sú arðbæra nýung að sektir skyldu fara stighækkandi við endur-
tekin brot. Þeir sem ekki gátu goldið sekt voru húðstrýktir. Útlegð úr fjórðungi, jafnvel af
landi á náð konungs, var og gjarnan beitt gegn þeim sem erfitt var að tjónka við. Allt lausafé
þeirra sem voru líflátnir rann í hirslur konungs, en fasteignir til erfingja.
Tilvitnanir:
1. E.L. bls. 166.
2. Sbr. Alþb. IV. bls. 227.
3. J.B. bls. XXXVII.
sumir að hún sé fremur ættuð frá ófull-
komnum mönnum en guði. Um það má ríf-
ast lengi, en allir munu vera sammála um að
oft hefur mikill ófögnuður fylgt fagnaðarer-
indinu, ekki síst þegar misvandaðir spek-
ingar hafa sullað saman við það allskyns
einkahagsmunum forréttindastétta og mann-
legum hégóma og viljað siðan troða sínum
görótta drykk oní aðra. í timans rás hefur
Kristur fengið mörg andlit og misfögur.
Þessar myndbreytingar hafa að jafnaði
staðið í beinu sambandi við þjóðfélagslegar
hræringar þegar nýjar stéttir hafa vaxið upp
sem kúgunarafl og þurft nýjar útleggingar á
trúarbrögðunum hag sínum, einkum efna-
hag, til framdráttar. Eitthvert alræmdasta
dæmið um slíkan Frankenstein-Krist er að
finna í hinum lútherska rétttrúnaði sem
lumbraði svo óþyrmilega á forfeðrum okkar
og formæðrum, og sagt verður nánar frá á
eftir.
Öll þessi afbökun og úrættun kristindóms-
ins hefur haft afdrifaríkar afleiðingar. Ýmsir
sjúkdómar okkar ófullnægðu og innilokuðu
siðmenningar bera þess merki að steypt
hefur verið fyrir marga uppsprettuna, —
telja sumir að eyðimörkin fari sifellt stækk-
andi. Að vísu hefur slaknað allmjög á bein-
um höftum á síðari tímum, a.m.k. hér í hin-
um ,,frjálsa“ heimi, en kúgunin er orðin
óbeinni, lúmskari. Eins og flestir nútíma-
menn vita eru flestir nútímamenn sljóir og
framandi sjálfum sér og skolast gegnum lífið
með skyn- og kynfærin dauf, van- og mis-
notuð. Þeir afbrigðilegu furðufuglar sem
vilja nota öll sín færi til fullnustu, sprengja
af sér hömlur dofinnar vanahugsunar og
vanahegðunar, eru umsvifalaust stimplaðir
sem óæskilegir þegnar hins prúða þjóðfé-
lags. Þrátt fyrir allt er Stóridómur ekki enn
með öllu aflagður.
En fjöldahyggjan er ekki aðeins álög á nú-
tímanum sem einhverjir mannhundar bak
við ál- og stáltöldin hafa fundið upp. Á 17.
öld var ekki síður lagt kapp á að skafa
sérhvert karaktereinkenni burt af andlitum,
innan úr sálum og þrýsta öllum inn í sama
staðlaða formið. Þá náðu hámarki hinar
grimmúðugu ofsóknir heilagrar kristni á
hendur mannfólkinu og þörfum þess. Þeir
einstaklingar sem voguðu sér út fyrir hinar
valdboðnu brautir voru án miskunnar tukt-
aðir til, auðmýktir og pyntaðir á alla lund.
Það er á þessum timum sem meintir sam-
særismenn andskotans fuðra upp á ofsaleg-
um bálum sem kviknuðu af kærleiksljósi
umhyggjusamra krossmanna. Þó voru
þessar galdrabrennur hér á íslandi vart nema
3