Sagnir - 01.05.1982, Blaðsíða 50
róttæka baráttu. Þegar Chartistar voru upp
á sitt besta um 1840 voru þeir Marx og Eng-
els smám saman að smíða kenningar sínar
um sögulegt hlutverk verkalýðsstéttarinnar.
Þeim komu hugmyndir og vitneskja m.a. frá
Chartistum, sem áttu við að etja mesta iðn-
veldi heims og þróaðasta kapitalisma Ev-
rópu. Það er því ekki að ósekju að þessi
merka hreyfing færi mikla athygli sagnfræð-
inga, ekki síst þeirra sem vilja leggja róttækri
þjóðfélagsbaráttu lið, með því að skrá sögu
alþýðunnar og efla þar með sjálfsvitund
hennar.
Og hefst nú endursögnin.
Áhrif kvenna og pólitísk barátta í
Chartistahreyfingunni um miðja
19. öld
Það er ríkjandi skoðun meðal margra
sagnfræðinga að réttindabarátta kvenna hafi
legið beint á brattan, hún hafi verið samfelld
sókn. Þetta viðhorf felur í sér að fyrir daga
kvenréttindabaráttunnar á síðari hluta 19.
aldar hafi konur ekki tekið þátt í pólitisku
starfi og að þær hafi ekki haft nein áhrif i
pólitík. Barátta þeirra fyrir bættum kjörum
hafi ekki hafist fyrr en borgaraleg réttindi
voru fengin og eftir að konur fóru að skipu-
leggja sig í verkalýðsfélögum.
Við hljótum að spyrja hvernig alþýðufólk
hagaði lífi sínu á fyrri hluta 19. aldar, allt
þetta fólk, konur og karlar, sem ekki naut
pólitískra og borgaralegra réttinda? Fyrir
hverju barðist fólkið í alþýðuhreyfingunum,
sem er að svo litlu getið í sögubókunum?
Hvað gerðu konurnar?
Það sem varð til þess að ég gerði sögu al-
þýðuhreyfinga að viðfangsefni var forvitni
mín um hugmyndir, skoðanir og hegðun þess
fólks sem að jafnaði er ekki talið til gerenda
sögunnar. Slík forvitni hefur leitt sagnfræð-
inga út í félagssögu (social history), söguna
séða „neðan frá“ þar sem alls konar heim-
ildir eru notaðar. Annað sem beindi mér
inná braut alþýðunnar var áhugi á réttinda-
baráttu kvenna, menntunarmöguleikum
þeirra, kostum á embættum konum til handa
og einnig konum sem kjósendum; en mér
hætti til að líta á sögu kvenréttindabar-
áttunnar sem skeið mömmu minnar og
ömmu. Þegar ég fór svo að rannsaka sögu
Chartistahreyfingarinnar nóteraði ég hjá
mér allt sem viðkom konum, einkum það
sem snerti vitund þeirra, óskir um atkvæðis-
rétt og kröfur um jafnrétti. Ég fann fá dæmi
um slíkar kröfur meðal Chartista og þó að ég
skrifaði þetta allt hjá mér gegnum árin, þá
beindist athyglin aðallega að því fólki sem
var virkast í hreyfingunni, því sem var hand-
tekið, skrifaði í blöð eða gaf út bæklinga,
sem sagt þeim sem gáfu vitneskju um hreyf-
inguna.
Ég held að undirniðri hafi ég alltaf vitað
að þarna i fjöldanum voru konur, en það
sem fékk mig til að venda minu kvæði í kross
og fara sérstaklega að kanna hlut kvenna,
var erindi eins kollega míns um Chartista.
Þar sagði hann frá því að þegar kom fram á
miðja öldina tók að draga úr herskáum har-
áttuaðferðum; fundum og teboðum var
meira beitt en áður: ,,þar sem karlmennirnir
gátu mætt, með konur sínar sér við hlið“.
Það hringdi bjalla í höfðinu á mér, þetta var
algjörlega rangt hjá manninum! Þó að ég
vissi ekki nákvæmlega hvað konurnar hefðu
gert, þá vissi ég vel af nærveru þeirra á fyrstu
árum Chartistahreyfingarinnar. Þær voru
þar af sjálfsdáðum og það var ekki vafi á því
að þær nutu vaxandi virðingar, þær beittu
sér fyrir aðgerðum sem konur sáu sér fært að
taka þátt í. Ég hafði á tilfinningunni að eftir
því sem á leið hefði dregið úr þátttöku
þeirra, þar til þær hurfu gjörsamlega úr
hreyfingunni. Kvennabaráttan lá ekki öll á
brattan með stórsóknum, hún lá líka niður á
við.
Ég snéri mér að Chartistahreyfingunni á
nýjan leik í leit að konunum og komst að
þeirri niðurstöðu að fyrstu árin fjölgaði þeim
ört í öllum héruðum, en skömmu eftir miðja
öldina hurfu þær með öllu, einhverra hluta
vegna. Konurnar í Chartistahreyfingunni
háðu ekki baráttu gegn karlmönnum eða
börðust sérstaklega fyrir kvenréttindum sem
einhverju aðskildu frá baráttu karla, en hvað
voru þær að gera? í hvers konar stríði stóðu
þær? Hverju vildu þær koma til leiðar?
Hvert eldhús er orðið að fundarstað
Nærvera kvenna á fundum og í mótmæla-
aðgerðum Chartista er vel staðfest í heimild-
um frá fyrstu árum hreyfingarinnar. Þær
héldu við lýði eldri venjum frá því að konur
tóku þátt í hunguruppreisnum og ýmsum
öðrum fjöldaaðgerðum, sem tiðkuðust allt
48