Sagnir - 01.05.1982, Blaðsíða 24
verið framarlega í kvennahreyfingunni.
Þrátt fyrir mismunandi áherslur í umfjöllun
um stöðu kvenna í nútíð og fortíð, kvenna-
kúgun sem raunverulegt fyrirbæri, þá er ekki
annað hægt að segja en sú mynd sem birtist
af konum sé i grundvallaratriðum stöðnuð.
Til dæmis að tengslin á milli kynjanna sé ein-
hverskonar stigskipt félagskerfi, valdaráð
karla yfir konum sem grundvallaratriði í
kvennasögu, ásamt þeirri túlkun að karlar og
konur lifi í tveimur aðskildum heimum, sem
séu þó tengdir innbyrðis.
Þessi tvískipta söguskoðun kemur einnig
fram hjá Degler og Smith. Aðferðafræði-
legur útgangspunktur þeirra er í hæsta máta
ófullnægjandi og allrar gagnrýni verður, eins
og sýnt verður fram á með eftirfarandi
dæmum:
1) að nota hugtök eins og konur sem
minnihlutahópur/konur sem ákveðinn
félagshópur getur aðeins verið aðferða-
fræðilega réttlætanlegt ef meðlimir
þessa hóps/hópa búa yfir ákveðnum fé-
lagslegum eiginleikum, eru í þeirri hlut-
lægu stöðu og hafa til að bera svipaða
vitund sem á fleira sameiginlegt heldur
en þau einkenni sem aðskilur meðlimi
hópsins/hópanna.
2) Til að geta notað hugtakið konur sem
hópur andspænis körlum sem hóp, þá
verður það þar fyrir utan að vera krafa,
að þau atriði sem einkenna konur sem
hóp séu mun meira afgerandi sem flokk-
unartæki, heldur en þau atriði sem bæði
einkenna stöðu karla og kvenna, gerðir
þeirra og afstöðu gagnvart öllum
hlutum.
3) Að einu leyti er hægt að slá fram alhæf-
ingu sem gildir um allar konur í öllum
samfélögum, nefnilega þeirri, að konur
eru sá hluti mannkynsins sem lífræði-
lega séð geta fætt af sér lifandi einstak-
linga. Það er í raun og veru ekki hægt að
færa nein söguleg rök fyrir þessu, þetta
er einungis staðreynd sem tilgangslaust
er að reyna að hrekja eða þá síður að
byggja neitt á. Hvorki er hægt að nota
þessa staðreynd til útskýringar á ein-
hverjum þáttum eða sem grundvallar-
hugtak í kvennasögu. Það getur haft
óheillavænlega afleiðingar að byggja
kvennasögurannsóknir á þeirri túlkun
að allar konur í öllum samfélögum séu
kúgaðar. Að búa sér til svona fyrirfram-
skoðun áður en verkið er hafið getur
auðveldlega haft í för með sér sifelldar
Konur að vinnu við þvottalaugarnar i Reykjavík.
22