Sagnir


Sagnir - 01.05.1982, Blaðsíða 42

Sagnir - 01.05.1982, Blaðsíða 42
ur Bjarnason (síðar biskupsfrú), Katrín Magnússon og Sigríður Hjaltadóttir Jens- son. Enn gefum við Bríeti orðið: „Kjördagurinn rann upp 24. janúar. Engir bílar voru þá komnir til sögunnar. Kosið var i Barnaskóla miðbæjarins eins og nú. Á ganginum var alls staðar slegið upp auglýsingum, að ekki mætti „agitera fyrir innan skólann". Við vorum líka löghlýðnari en svo að við gerðum okkur sekar í slíkri óhæfu. Þó höfð- um við vissar konur til að vera á ganginum, til að vísa konum réttu leiðina og gefa þeim allar „sak- lausar“ upplýsingar. Sömuleiðis voru ýmsar dugleg- ar konur sem gengu út í bæinn til að minna kjós- endur á skyldu sína. Við fulltrúaefnin sátum flestar rólegar heima, nema ef við litum við og við inn til að vita hvernig gengi. Okkur datt ekki í hug að fleiri en tvær af okkar lista kæmust að. Frú Jónasson sagði alltaf eftir að listinn var settur upp og henni var rað- að í annað sætið að við skyldum ailar komast að. Hún sagði mér eftir kosningarnar að hún hefði gefið kost á sér með því skilyrði að verða 2. i röðinni, en hefði það ekki orðið, þá hefðu þær (Thorvaldsenfé- lagið innsk.ká) slitið allri samvinnu. Það vissum við hinar ekki, en því fór betur. Samvinnan varð kven- fólkinu til mikillar sæmdar, slétt og áferðarfalleg út á við og hneykslislítil inn á við. Og allur listinn komst að. Ég var heima hjá mér þegar frú Jónasson símaði kosningaúrslitin til mín og ætlaði varla að trúa mínum eigin eyrum. En mikil var gleðin yfir úr- slitunum". (Afmælisrit KRFÍ 1947). Enginn er annars bróðir í leik Kvennalistinn sem bauð fram þær Katrínu Magnússon, Þórunni Jónassen, Bríeti Bjarn- héðinsdóttur og Guðrúnu Björnsdóttur (tvær eiginkonur lækna og tvær ekkjur) hlaut 345 atkvæði eða 27,6% greiddra at- kvæða. Eftir að úrslitin voru kunn skrifaði Bríet: „Vonandi er að þetta verði byrjun en ekki endir á samvinnu kvennanna sjálfra hér í höfuðstaðnum, til þess að koma málum sínum áleiðis. Þær hafa í þetta sinn skoðað sig sem flokk, sem yrði að halda fast saman ef sigurs ætti að verða auðið. Og það er ein- asta rétta aðferðin fyrst um sinn. Ekki af því að vér viljum ekki vinna saman með karlmönnunum. En vér verðum vandlega að gæta þess, að við kosningar er enginn annars bróðir í leik og þar láta karlmenn- irnir oss ekki eftir bestu sætin viljugir. Þegar þeir við slik tækifæri bjóða oss samvinnu, þá vilja þeir fá fullkomna tryggingu fyrir hagsmunum sinum“. (Kvennablaðið 31. janúar 1908). Fjórar konur voru komnar inn í bæjar- stjórnina og hafa aldrei síðan verið þar fleiri. En hvað ætluðu þær að gera þar? Fyrir kosningarnar var ekki samin nein stefnuskrá, eða skilgreint opinberlega á hvaða grundvelli konur ættu að starfa í 40 bæjarstjórn. Það voru alveg nægileg rök í augum þeirra kvenna sem stóðu að framboð- inu 1908 að ,,koma konum að“. í skrifum Bríetar kemur fram að hún taldi konur hafa annan skilning en karlar á ýmsum velferðar- málum s.s. fátækramálum. Reynsla þeirra væri önnur og auk þess væru konur saklaus- ar af spillingunni sem talin var einkenna pólitíkina: „Konurnar eiga að vera nýr kraftur í þjóðfélags- starfseminni. Þær eiga að koma þangað með hreinni hvatir, sterkari siðgæðistilFmningu, meiri mannúð og næmari skilning á þjóðfélagsmeinunum en karl- mennirnir, sem orðnir eru þeim svo vanir, að þeir sjá þau ekki“. (Kvennablaðið 22. des. 1911). í faðmlag við íhaldið Á þessum árum giltu þær reglur að annað hvert ár gekk ákveðinn hluti bæjarfulltrúa út og var dregið um það hverjir skyldu út í kosningaslaginn á nýjan leik. Fyrir kosning- arnar 1910 féllu þrjár kvennanna út og sat Bríet ein eftir. Aftur var stillt upp kvenna- lista, en nú var róðurinn greinilega farinn að þyngjast. Enn höfðu kosningalögin verið rýmkuð og höfðu vinnukonur bæst í hóp kvenkjósenda. Ekki dugði það til og fékk kvennalistinn aðeins einn fulltrúa kjörinn, frú Katrínu Magnússon. Svo virðist sem konurnar hafi verið gagn- rýndar fyrir aðgerðarleysi í bæjarstjórninni og svarar Bríet því í grein 1909 á þessa leið: „Ýmsar raddir hafa heyrst um það að við konurnar höfum lítið gert í bæjarstjórninni. Flestar okkar hafi talað þar mjög lítið á fundum. En konurnar ættu vel að hugsa sig um áður en þær leggja dóma sina á þessa fyrstu fulltrúa og jafnvel þótt lengra liði. Fyrst og fremst er það að athuga að venjulega munu nýjir fulltrúar sem aldrei hafa áður tekið opinberan þátt í sveita- eða bæjarmálum láta lítið á sér bera fyrstu árin“. (Kvennablaðið). Þegar Laufey Valdimarsdóttir dóttir Bríet- ar segir löngu síðar frá því hvað konurnar gerðu i bæjarstjórninni nefnir hún leikvallar- mál, matgjafir í skóla og gasstöðina sem var Bríeti mikið hjartans mál. (Sú saga er sögð af Bríeti að þegar henni þótti mótbárur bæjar- fulltrúa gegn gasinu keyra úr hófi fram tók hún það ráð að geispa ógurlega og fór svo að bæjarstjórnin sat öll geispandi og varð að fresta umræðum). Hvað um það, þeirri spurningu skal látið ósvarað hér hvort kon- urnar áttu erindi sem erfiði í bæjarstjórnina. Staðreyndin var sú að fylgi kvennalistans i Reykjavík fór ört minnkandi og hið sama
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.