Sagnir - 01.05.1982, Blaðsíða 16
un. Því fylgdu enn strangari takmarkanir en
áður giltu á frelsi manna til að setjast þar að
sem þeim þest líkaði, og vinna við það sem
þeir töldu hagstæðast.
Á þingi lögðust fáir gegn frumvarpinu. í
Efri deild mætti það andstöðu frá Arnljóti
Ólafssyni einum, en Jón Ólafsson átti þar
einnig sæti. Arnljótur taldi frumvarpið
þrengja að „atvinnufrelsi manna og við-
skiptafrelsi“ og kallaði það „Píningsdóm í
öðru veldi“.2)
Utan þings voru almennt engin viðbrögð
við frumvarpinu. Þó birtist í Þjóðviljanum á
ísafirði harðorð grein gegn því. í Þjóðvilja-
greininni var beitt rökum í anda frjáls-
hyggjunar og m.a. sagt:
Slíkar takmarkanir á atvinnufrelsi manna, sem at-
vinnuveganefndin vill lögleiða, verða eigi réttlætar,
nema full sannað sé, að hagur alls almennings heimti
þessa takmörkun á frelsi einstaklingsins.3)
Hliðstæð rök er að finna i Frelsinu hjá Mill
og hljóða þau svo í þýðingu Jóns Ólafs-
sonar:
að verði ekki réttlætt, að aðrir hefti með þvingunar-
valdi sjálfræði einstaklingsins í athöfnum hans,
nema því að eins að þœr athafnir hans ríði í bága við
réttmœta hagsmuni annara.i)
En hver voru viðbrögð Jóns á þinginu?
Hann lét í stuttri athugasemd í ljós álit sitt á
frumvarpinu og taldi sjálfsagt að samþykkja
það umyrðalaust. ,,Mér finnst“ sagði Jón
„þetta mál svo vel úr garði gjört.“5) Það er
engum blöðum um það að fletta: Jón er hér í
fullkominni mótsögn við þau rök sem hann
sá til að birtust islenskum lesendum ári áður.
Arnljótur Ólafsson og frjáls sam-
keppni
Andstaða Arnljótar Ólafssonar við tak-
markanir á þurrabúðarmennsku sór sig ein-
dregið í ætt við frjálshyggjuna. En gagnvart
öðru máli, sem einnig kom fram á þinginu
1887, var viðhorf hans annað.
Laust fyrir 1880 kom víða hér á landi fram
áhugi á löggildingu nýrra verslunarstaða. í
mörgum tilfellum var undirrót þessa áhuga
sú að hnekkja einveldi kaupmanna. Víða
höfðu þeir hreiðrað svo um sig á verslunar-
stöðunum að aðrir komust ekki þar að. Á
þinginu 1887 kom fram frumvarp frá þig-
mönnum ísafjarðarsýslu um löggildingu
verslunarstaðar í Haukadal í Dýrafirði,
nærri verslunarstaðnum á Þingeyri. Aðal-
röksemd framsögumanns frumvarpsins, Sig-
Arnljótur Ólafsson.
urðar Stefánssonar, var að með nýjum
verslunarstað skapaðist nauðsynleg versl-
unarsamkeppni, sem ekki væri fyrir hendi.6)
Frumvarp þeirra ísfirðinganna mætti and-
stöðu á þinginu og var fellt. Hörðustu and-
mælin komu frá Arnljóti Ólafssyni. Arnljót-
ur taldi aukna samkeppni fánýt rök því auð-
sætt væri
að þegar vörumagnið skiptist milli tveggja kaup-
túna, kemur minna á hvort kauptúnið fyrir sig en
ella, og afleiðingin er venjulega sú að kaupmenn
verða þá að selja smávarning sinn dýrari en þeir
mundu gjört hafa.7)
Ómögulega geta þessi rök talist frjálshyggju-
leg, enda hélt Arnljótur fram andstæðum
rökum í Auðfrœðinni sjö árum áður. Frelsi
til samkeppni er þar talið til æðstu réttinda,
því samkeppnin tryggir m.a. „að allir fái
keypt við sem bestu verði.“B) Og Arnljótur
bætir við frá eigin brjósti þegar harmar
ástand verslunarinnar hér á landi: „hana
vantar enn því nær alla samkeppni milli
kaupmanna.“9)
Lokaorð
Á þessum blöðum hefur verið reynt að
sýna fram á að þrátt fyrir útgáfu bóka í anda
frjálshyggjunnar, hafi þeir Arnljótur og Jón
ekki aðhyllst þá skoðun nema endrum og
sinnum.
Á þinginu 1887, sem hér hefur verið ein-
blínt á, flutti Jón Ólafsson frumvarp um
samningu kennslubókar um stjórnarhætti
landsins. Frumvarpið var í anda Mills.10) En
þegar að atvinnufrelsi einstaklinga kom var