Sagnir


Sagnir - 01.05.1982, Síða 16

Sagnir - 01.05.1982, Síða 16
un. Því fylgdu enn strangari takmarkanir en áður giltu á frelsi manna til að setjast þar að sem þeim þest líkaði, og vinna við það sem þeir töldu hagstæðast. Á þingi lögðust fáir gegn frumvarpinu. í Efri deild mætti það andstöðu frá Arnljóti Ólafssyni einum, en Jón Ólafsson átti þar einnig sæti. Arnljótur taldi frumvarpið þrengja að „atvinnufrelsi manna og við- skiptafrelsi“ og kallaði það „Píningsdóm í öðru veldi“.2) Utan þings voru almennt engin viðbrögð við frumvarpinu. Þó birtist í Þjóðviljanum á ísafirði harðorð grein gegn því. í Þjóðvilja- greininni var beitt rökum í anda frjáls- hyggjunar og m.a. sagt: Slíkar takmarkanir á atvinnufrelsi manna, sem at- vinnuveganefndin vill lögleiða, verða eigi réttlætar, nema full sannað sé, að hagur alls almennings heimti þessa takmörkun á frelsi einstaklingsins.3) Hliðstæð rök er að finna i Frelsinu hjá Mill og hljóða þau svo í þýðingu Jóns Ólafs- sonar: að verði ekki réttlætt, að aðrir hefti með þvingunar- valdi sjálfræði einstaklingsins í athöfnum hans, nema því að eins að þœr athafnir hans ríði í bága við réttmœta hagsmuni annara.i) En hver voru viðbrögð Jóns á þinginu? Hann lét í stuttri athugasemd í ljós álit sitt á frumvarpinu og taldi sjálfsagt að samþykkja það umyrðalaust. ,,Mér finnst“ sagði Jón „þetta mál svo vel úr garði gjört.“5) Það er engum blöðum um það að fletta: Jón er hér í fullkominni mótsögn við þau rök sem hann sá til að birtust islenskum lesendum ári áður. Arnljótur Ólafsson og frjáls sam- keppni Andstaða Arnljótar Ólafssonar við tak- markanir á þurrabúðarmennsku sór sig ein- dregið í ætt við frjálshyggjuna. En gagnvart öðru máli, sem einnig kom fram á þinginu 1887, var viðhorf hans annað. Laust fyrir 1880 kom víða hér á landi fram áhugi á löggildingu nýrra verslunarstaða. í mörgum tilfellum var undirrót þessa áhuga sú að hnekkja einveldi kaupmanna. Víða höfðu þeir hreiðrað svo um sig á verslunar- stöðunum að aðrir komust ekki þar að. Á þinginu 1887 kom fram frumvarp frá þig- mönnum ísafjarðarsýslu um löggildingu verslunarstaðar í Haukadal í Dýrafirði, nærri verslunarstaðnum á Þingeyri. Aðal- röksemd framsögumanns frumvarpsins, Sig- Arnljótur Ólafsson. urðar Stefánssonar, var að með nýjum verslunarstað skapaðist nauðsynleg versl- unarsamkeppni, sem ekki væri fyrir hendi.6) Frumvarp þeirra ísfirðinganna mætti and- stöðu á þinginu og var fellt. Hörðustu and- mælin komu frá Arnljóti Ólafssyni. Arnljót- ur taldi aukna samkeppni fánýt rök því auð- sætt væri að þegar vörumagnið skiptist milli tveggja kaup- túna, kemur minna á hvort kauptúnið fyrir sig en ella, og afleiðingin er venjulega sú að kaupmenn verða þá að selja smávarning sinn dýrari en þeir mundu gjört hafa.7) Ómögulega geta þessi rök talist frjálshyggju- leg, enda hélt Arnljótur fram andstæðum rökum í Auðfrœðinni sjö árum áður. Frelsi til samkeppni er þar talið til æðstu réttinda, því samkeppnin tryggir m.a. „að allir fái keypt við sem bestu verði.“B) Og Arnljótur bætir við frá eigin brjósti þegar harmar ástand verslunarinnar hér á landi: „hana vantar enn því nær alla samkeppni milli kaupmanna.“9) Lokaorð Á þessum blöðum hefur verið reynt að sýna fram á að þrátt fyrir útgáfu bóka í anda frjálshyggjunnar, hafi þeir Arnljótur og Jón ekki aðhyllst þá skoðun nema endrum og sinnum. Á þinginu 1887, sem hér hefur verið ein- blínt á, flutti Jón Ólafsson frumvarp um samningu kennslubókar um stjórnarhætti landsins. Frumvarpið var í anda Mills.10) En þegar að atvinnufrelsi einstaklinga kom var
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Sagnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.