Sagnir


Sagnir - 01.05.1982, Blaðsíða 23

Sagnir - 01.05.1982, Blaðsíða 23
hafa birtst á þessu sviði falla nærri eingöngu undir fyrsta atriðið hér að framan. Hér á eftir verður gerð grein fyrir nokkr- um höfundum og sjónarmiðum þeirra hvað snertir aðferðafræðileg vandamál. Þeir eru Carl Degler og Hilda Smith. Þessi tvö eru fulltrúar hreinræktaðs feminisma innan kvennasögu. Einnig verður fjallað um Joan Kelly-Gadol sem er fulltrúi fyrir feminis- tískar-marxistískar skoðanir. Degler hefur varpað fram eftirfarandi spurningu: Eiga konur sér einhverja sögu? Hann svarar þessari spurningu játandi. Hann lýsir konum á þann hátt sem bær eiei sér einhver ákveðin sameiginleg líffræði- og félagsleg einkenni. Hann tekur jafnvel svo djúpt í árinni að segja að það séu einmitt þessi einkenni sem geri konur að hinu kyninu, sem í gegnum söguna hafi alltaf verið í stöðu minnihlutahóps. Hann lítur öðrum augum á konur heldur en karla vegna líffræði-, lífefnafræðilegra einkenna og vegna þess annarskonar félagslega hlut- verks sem konur hafi haft á hendi. Ergó: Konur hafa sín sérstöku áhugamál og lífskjör þeirra eru önnur en karla. Birtingar- mynd alls þessa frábrugðna sem einkennir konur er staða þeirra sem minnihlutahópur. Hann setur samasemmerki á milli þess að til- heyra öðru kyninu og þess að vera meðlimir ákveðins hóps. Forsendan fyrir þessari flokkun, eru tengsl kvenna við karla en þeir síðarnefndu eru í hlutverki kúgarana. Vegna þess að konur eru kúgaðar af körlum geti þær aldrei komi auga á þá staðreynd að þær hljóti að eiga samleið með öðrum konum, bæði almennt og úr öðrum stéttum. Annað atriði sem einkennir konur sem minnihlut- hóp, er að þær í flestum tilvikum teljast helmingur af íbúatölu ríkja heimsins, en það sem er sameiginlegt með konum og öðrum minnihlutahópum er að þær og þeir hafa engin þjóðfélagsleg völd. Degler tekur mörg dæmi úr bandarískri sögu, 18.—20. aldar til að færa rök fyrir of- angreindum málflutningi. Hann segir að sag- an hafi snert konur á annan hátt en karla sem og hlutverk þeirra hefur verið annað. Sögu kvenna sé alls ekki hægt að blanda saman við sögu karla. Það sem við þurfum að viðurkenna, segir hann, er ekki að konur og karlar séu eins, heldur að þessi tvö kyn séu frábrugðin hvort öðru. Það sé einmitt þessi mismunur á milli kynjanna sem réttlæti á allan hátt að rituð verði saga kvenna. Hjá Hildu Smith eru tvenns konar skoð- anir tengdar saman í eina heild. Annars veg- ar að saga kvenna sé á afgerandi hátt öðru- vísi en saga karla og hins vegar að konur séu sérstakur hópur innan samfélagsins. Konur séu sérstakur félagshópur sem alla tíð hafi verið stjórnað leynt og ljóst af stofnunum samfélagsins. Hlutverk kvenna er hvorki ákveðið út frá vitrænum og líffræðilegum atriðum. Það sé hins vegar félagsmótunar- þátturinn sem ákveðið lífsstíl kvenna jafnt sem karla. í gegnum tíðina hefur hlutverk kvenna alltaf verið þess eðlis að standa baka- til sem áhorfendur og jafnframt að kvenhlut- verkið veiti ekki eins mikla lífsfullnægju og hlutverk karla. Konur sem sérstakur félags- hópur eigi sér glæsta fortið með sérstaka stöðu í samfélaginu. Eftirfarandi atriði eru sameiginleg með Degler og Smith: 1) Þau líta svo á að konur eigi sér sérstaka sögu sem alls ekki skuli blanda saman við sögu karla. 2) Konur sem sérstakur hópur er gert að grundvallarhugtaki, sem öll önnur hug- tök eiga síðan að tengjast, svo sem stétt, kynþáttur, þjóðernishópur o.fl. 3) Tengslin á milli karla/kvenna eru í formi þess sem kúgar og þess sem lætur kúga sig. Þetta virkar sem óumbreytan- legur félagslegur mælikvarði þvert á tíma og rúm. 4) Þeir þættir sem t.d. einkenna konur sem kyn er beitt til dæmis sem skýringarat- riði varðandi uppbyggingu samfélagsins og þróun þess yfir ákveðið tímabil. Einnig er það notað sem orsakarskýr- ingar fyrir ákveðinni þjóðfélagsþróun. Hins vegar er kynhugtakið notað sem orsökin fyrir mismuninum á milli karla og kvenna. Hjá Degler og Smith lenda konur eilíflega í gegnum söguna í veikustu stöðunni. Sú staða sem konum er úthlutað innan samfé- lagsins er stöðnuð og algerlega háð körlum. Svipaða skoðana gætir einnig hjá Simone de Beauvoir, Shulamith Firestone og Kate Millett en þessar þrjár hafa mikið ritað um aðferðafræðileg vandamál í kvennasögu og 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.