Sagnir


Sagnir - 01.05.1982, Blaðsíða 80

Sagnir - 01.05.1982, Blaðsíða 80
Bogi segir að árið 970 hafi íslendingar fyrst komið fram sem ein heild gagnvart út- lendum mönnum. Þá braut íslenskt skip í Danmörku og Birgir, bryti Haralds Gorms- sonar Danakonungs, lét taka fé skipverja og kalla vogrek. íslendingar ortu hinsvegar nið um þá báða og í Heimskringlu segir svo: ,,Það var í lögum haft á íslandi, að yrkja skyldi um Dana-konung níðvísu fyrir nef hvert, er á var landinu.“10) Sama ár á Eyvindur Finnsson skáldaspillir að hafa ort drápu um íslendinga og kallað þá „álhimins lendinga“, þ.e. íslendinga (him- inn áls = himinn dýpis = ís) og mun það í fyrsta sinn sem það heiti kemur fram. Segir sagan að hver íslenskur bóndi hafi gefið skattpening og var gerður feldardálkur sem Eyvindur hlaut að launum. Báðar þessar sögur, þótt sannar væru, gefa okkur enga vísbendingu um það hvort íslendingar hafi litið á sig sem sérstaka þjóð eður ei. Þeir koma fram sem ein heild en slíkt hefði hvaða hérað sem er getað gert. Þetta viðurkennir Bogi reyndar. Auk þess eru þess- ar sögur ákaflega hæpnar. Eflaust kann ein- hver fótur að vera fyrir þeim en í öllu falli tel ég ekki rétt að draga af þeim neinar álykt- anir. Hér verður þeirri skoðun haldið fram að íslendingar hafi á 13. öld litið á sig sem sér- staka þjóð. Því til stuðnings vil ég fara að dæmi Boga og Hermanns Pálssonar og vitna i Grágás sem skráð var 1260—1280. Hin skráðu lög eru einhverjar bestu heimildir um þjóðfélag þessa tíma. í Grágás segir svo: ,,Ef útlendur maður norrænn eða úr Noregs kon- ungs veldi hér kvongaður á landi verður veg- inn, þá eiga þeir menn víg sök eptir hann er ættu eptir konuna ef hún væri vegin.“11) Og á öðrum stað stendur: ,,Ef útlendir menn verða vegnir hér á landi, danskir eða sænskir eða norrænir, þá eiga frændur hans sök ef þeir eru hér á landi um þau þrjú konunga veldi er vor tunga er.“12) Og Bogi tínir til fleiri dæmi, sem hann telur vera frá 10., 11. og 12. öld. Þessi dæmi eru öll í ritum frá 13. öld og gefa vísbendingu um viðhorf manna þá. Skýrasta dæmið er í Heimskringlu þegar sagt er frá erjum Nor- egs- og Svíakonunga. Hjalti Skeggjason var staddur í Noregi og bauðst til að fara á fund hins síðarnefnda. Hjalta eru lögð svofelld orð í munn: ,,ek em ekki norrænn maður, Bogi Th. Melsleð. Hann sagði að áríð 970 hafi ís- lendingar fyrst komið fram sem ein heild gagnvart út- lendum mönnum. munu Svíar mér engar sakir gefa, ek hef spurt, að með Svíakonungi eru íslenskir menn í góðu yfirlæti.“13) Af þessum dæmum má sjá tvennt. í fyrsta lagi má sjá að sérstök lög hafa gilt fyrir menn af þessu þjóðerni, sem töluðu ,,vora tungu“ (eða „danska tungu“), og jafnframt giltu sérstök ákvæði um Norðmenn umfram Dani og Svía. Hér er um að ræða réttindi umfram aðra útlendinga. í öðru lagi fer ekkert á milli mála að Norðmenn (norrænir menn) eru, líkt og Danir og Svíar, kallaðir útlendir menn. Ástæðulaust er að fara nánar út í þessa sálma en ljóst er af öllu að bæði lagalega og í hugmyndaheimi almennings hafa þessar þjóðir, og þó aðallega Norðmenn, verið „minna útlenskar“ en aðrar. Álit mitt er því, að a.m.k. frá því i byrjun 13. aldar hafi íslendingar litið á sig sem sér- staka þjóð, en ekki sem Norðmenn. Öll nán- 78
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.