Sagnir


Sagnir - 01.05.1982, Blaðsíða 37

Sagnir - 01.05.1982, Blaðsíða 37
um hina hörðu baráttu kirkjunnar gegn leik- mönnum sem háð var hér á miðöldum. Sveinbjörn mun birta grein um þetta efni í næstu Sögu. „Rétt er að kona kenni honum að skira barn“ nefndist fyrirlestur Önnu Sigurðar- dóttur og var um viðhorf kirkjunnar til kvenna varðandi boð hennar og bönn og hin- ar ýmsu kirkjulegu athafnir svo sem skírn, fermingu og prímsigningu. Nafnið vísar til þess, að samkvæmt Kristinna laga þætti eldri máttu konur ekki skíra börn skemmri skírn nema í ýtrustu neyð, þ.e. ef ómögulegt reyndist að ná í karlmann 7 ára eða eldri til að framkvæma athöfnina. Hins vegar áttu konur að kunna skil á því, hvernig skemmri skírn fór fram að réttu, og kenna ef á þurfti að halda. Lágu þungar refsingar við, ef þess- ari kunnáttu var ábótavant. Anna fjallaði um guðsifjarnar, en svo kallaðist skyldleiki sem komst á milli fólks vegna áðurnefndra kirkjuathafna og var hjúskaparhindrun á sama hátt og holdlegur skyldleiki. Elsa E. Guðjónsson M.A. las fyrir um út- saum og hannyrðakonur á íslandi á miðöld- um. Hún gerði grein fyrir varðveittum hann- yrðum og helstu útsaumsaðferðum. Hér eru varðveitt um 20 útsaumsstykki, öll til kirkju- brúks og er þetta, þótt rýrt sé, hlutfallslega mikið miðað við hin Norðurlöndin. Benti Elsa á, að ástæðan til þess gæti verið sú, að hér var ekki eins harkalega gengið að skreyt- ingum í kaþólsku kirkjunum og víða annars staðar við siðaskipti. Elsa talaði síðan um hvaða upplýsingar ritheimildir gefa um þetta efni m.a. hve margt bendi til að kennsla í hannyrðum hafi verið þáttur í uppeldi og menntun heldri kvenna. Hún velti fyrir sér hversu algengt það hefði verið að hannyrða- konur öfluðu tekna með saumaskap og benti á tvö próventubréf — annað frá 1489—90 og hitt frá 1526 — þar sem kveðið er á um ákveðið framlag hannyrða á ári í próventu. Með fyrirlestrinum voru sýndar skyggnur til skýringar á útsaumstækni og af minjum sem um var fjallað. Sólveig Widen phil.lic. frá Finnlandi tal- aði um morgungjöfina, en af hinum þremur samningsbundnu fjárframlögum vegna gift- ingar; heimanfylgju, mundi og morgungjöf, kvað hún elstar heimildir til um morgungjöf- ina bæði í Germaníu Tacitusar og elstu ger- mönsku lögunum. Sólveig, sem hefur verið að rannsaka ekknaframfærslu, færði rök að því, að morgungjöfin hafi upphaflega orðið til sem trygging fyrir framfærslu eiginkonu eftir dauða eiginmanns og studdist við at- huganir á sænskum og finnskum miðaldalög- um og morgungjafabréfum. Rekur hún upp- runa þessa fyrirbæris til gliðnunar ættasam- félagsins sem leiddi til óvissu um hverjum bæri að framfæra fjölskyldur í því tilfelli að heimilisfaðirinn félli frá. Ingrid Sanness Johnsen dr. philos. frá Noregi talaði um upplýsingar sem norskir rúnatextar veita um konur, en hún vinnur við að gefa út rúnatexta sem fundust við fornleifarannsóknir i Bergen á árunum 1955—1968. Hún gerði grein fyrir nokkrum rúnaskrifum þar sem konur koma við sögu sem þátttakendur í viðskipta- og athafnalífi. Beata Losman dósent frá Svíþjóð ræddi um athuganir á Opinberunum heilagrar Birgittu. Beata reyndi að grennslast fyrir um afstöðu Birgittu til kvenna með því að skoða kvenlýsingar í textunum, afstöðu Birgittu til syndafallsins og hins andlega læriföður, Páls postula. Hún fjallaði einnig um hugsanleg vandkvæði kvenpersóna á 14. öldinni á þvi að hlýða köllun til að gerast málpípur Krists hér á jörðinni. Lena Witt fil. mag. frá Svíþjóð talaði um ráðhúsbækur frá Stokkhólmi á síðmiðöld- um, en þar voru skráð erindi sem bárust til borgarráðsins um verslun, viðskipti, arfa- skipti og margháttaðar kvartanir. Lena at- hugaði nöfn og stöðuheiti þeirra kvenna, sem upplýsingar eru um í bókunum og hvernig mál þeirra voru meðhöndluð. Hún komst m.a. að því, að í þessum bókum eru konur oftast kenndar við menn, eiginmenn eða feður og voru þeir gjarna ábyrgir fyrir gerðum þeirra. Þannig var Jens múrari dæmdur til múrverks við fangelsi í Stokk- hólmi vegna þess að kona hans kallaði konu skósmiðsins hóru. Birte Carlé cand. mag. et. art. dönsk kona sem vinnur við háskóla í Hollandi, fjallaði um sögur af heilögum konum. Hún sýndi fram á staðlaða uppbyggingu þeirra og gerði grein fyrir þeim kvenímyndum sem þar koma fram. Átökin í sögunum snúast um að söguhetjan neitar að gefast karlmanni og ber fyrir sig samning við Krist. Þannig velur hún að brjóta gegn reglum samfélagsins, sem býður henni á móti tvo kosti — að fara í 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.