Sagnir - 01.05.1982, Síða 57
5. 1842 varð rétt ein kreppan í breskum iðnaði. Það
ár söfnuðu Chartistar 3,3 milljónum undir-
skrifta til þingsins sem áréttuðu kröfur um lýð-
réttindi. í yfirlýsingunni sem fylgdi var bent á
samhengið milli fátæktar verkafólks og þess að
það hefði engin pólitísk réttindi. Tilmælunum
var hafnað, en síðla sumars kom til mikilla verk-
falla og átaka í kjölfar vaxandi atvinnuleysis.
6. í kjölfar iðnbyltingarinnar varð mikil upplausn
meðal verkafólks. Sú fjölskyldumynd sem áður
hafði ríkt raskaðist. Hftirspurnin eftir vinnuafli
var mikil, einkum því sem ódýrara var. Konur
og börn þræluðu myrkrana á milli í verksmiðj-
um og námum, meðan atvinnuleysi ríkti lang-
tímum saman meðal karla. Heilu kynslóðirnar
ólust upp, án þess að kunna hin vanabundnu
kynhlutverk. Börnin voru orðin að próleterum 9
ára gömul, stelpur urðu fullorðnar konur án
þess að kunna að elda eða gera við föt. Endur-
framleiðsla vinnuaflsins var öll í molum, auk
þess sem konur reyndust harðir andstæðingar
kapitalismans i byrjun 19. aldar. Þegar borgara-
stéttin sá í hvert óefni var komið hófst laga-
setning sem smámsaman kom konum út af
vinnumarkaðnum og verkalýðshreyfingin tók
undir, með því að krefjast þess að ein laun
dygðu fjölskyldunni til framfærslu. Síðast en
ekki síst voru börnin sett í skóla í ,,nýtt
uppeldi“.
Dorothy Thompson nefndi í fyrirlestri sínum
að fyrir miðja 19. öld hefðu konur verið algengir
gestir á verthúsum, en með ,,siðbótinni“ hvarf
það úr sögunni og er svo enn i Englandi. (Sjá
grein um fjölskyldu verkafólks í Kvindesituation
og kvindebevægelse under kapitalismen NSU
1974. Greinin nefnist Konstitueringen af den
proletariske familie set i historiskt perspektiv
eftir Lene Dalgaard).
7. Hér bætti Dorothy Thomson því við að skipu-
lagning verkalýðsfélaganna og „byrokrati-
sering" þeirra hafi gert konunum erfiðara fyrir.
Fundartímar urðu fastir og miðuðust við vinnu-
tíma karlanna og einnig virtist svo sem öll þræl-
skipulögð félagsform ættu illa við konur, þær
létu einkum til sín taka í skyndiaðgerðum, með
reiðina og réttlætiskenndina sem helstu vopn.
Heimildir um Chartista eru sóttar í Socialismens
Historie I, Suenson 1976, Sögu auðs og stétta
eftir Leo Huberman, MM 1976 og Nya tidens
várldshistoria e. Palmer og Colton, Svenska
Bokförlaget 1969.
55