Sagnir


Sagnir - 01.05.1982, Blaðsíða 73

Sagnir - 01.05.1982, Blaðsíða 73
inn, sögðu að barátta sósíalista gegn heimsvalda- stefnunni og kapítalismanum væri „hin nýja sjálf- stæðisbarátta", sósíalismi og verkalýðsstéttin gætu ein bjargað íslandi frá hinum spillandi öflum kapí- talismans. Alþýðuflokkurinn hélt því fram, að mannúð jafnaðarstefnunnar héldi þjóðlegum verð- mætum á lofti — ennfremur væri félagslegt réttlæti eina leiðin til að varðveita þjóðernið. (bls. 17). Mismunandi túlkanir stjórnmálaflokk- anna á þjóðernishyggju og þjóðarhags- munum hafa glögglega birst í deilunum um utanríkismál eftirstríðsáranna. Hvort sem flokkarnir hafa lýst sig hlynnta eða andvíga erlendri hersetu og aðild að hernaðarbanda- lagi hafa þeir allir lagt áherslu á að þeirra afstaða tryggði best hagsmuni þjóðarinnar og sjálfstæði. Svanur Kristjánsson segir um þetta: Sósíalistaflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn litu báðir svo á, að þeir legðu mat á veru Bandaríkjahers á Íslandi og aðild íslands að NATO í samræmi við þjóðarhag. Sósíalistaflokkurinn áleit, að herstöðv- arnar og NATO ógnuðu sjálfstæði íslands. Sjálf- stæðisflokkurinn taldi hins vegar þetta tvennt vernda sjálfstæði landsins. ... Skoðanir Fram- sóknarflokksins og Alþýðuflokksins voru mitt á milli þessara andstæðna. Þótt afstaða Alþýðu- flokksins væri nær samhljóða afstöðu Sjálfstæðis- flokksins, beitti Alþýðuflokkurinn rökum á borð við þau, að íslendingar ættu að vinna með Norðmönnum og Dönum, en höfðaði ekki beint til þjóðernisvitundar. Þetta var og í samræmi við stöðu Alþýðuflokksins sem þess flokks, sem lagði minnsta áherslu á þjóðernishyggju. Framsóknarflokkurinn beitti þjóðernishyggju í málflutningi sínum um her- stöðvarnar og NATO. Flokkurinn var yfirleitt á móti bandariskum herstöðvum á íslandi, en fylgj- andi aðildinni að NATO. (bls. 23). Þannig hefur þjóðernishyggja á hinn margvíslegasta hátt markað djúp spor i sögu íslendinga á þessari öld og hinni síðustu. Það mun hún halda áfram að gera, svo lengi sem í þessu landi býr þjóð, sem vill viðhalda þekkingu um uppruna sinn og sögu, þjóð sem telur það ómaksins vert að reyna að varðveita sérkenni sín, tungu og menningar- arf, þjóð sem ásetur sér að lifa sjálfstæð og fullvalda í eigin landi án utanaðkomandi af- skipta. En þjóðernishyggja hefur ekki bara sett mark sitt á íslenska sögu. Eins og gefur að skilja hefur umfjöllun um þessa sögu, sagna- ritunin, að ýmsu leyti verið brennd marki þj óðernishyggj unnar. Viðfangsefni fræðimanna, áherslur þeirra og athugasemd- ir hafa að mörgu leyti borið vott um það hve sterkan sess þjóðernishyggja hefur skipað í hugum manna á 19. og 20. öld. Sagnfræðin er óhjákvæmilega ætíð barn síns tíma. Þann- ig hefur íslensk sagnfræði 19. og 20. aldar að mörgu leyti mótast af viðhorfum þjóðernis- hyggjunnar. Á einna gleggstan hátt hafa áhrif þjóðernishyggju á sagnaritun birst í kennslubókum um sögu. Enn í dag eru kenndar í skólum landsins bækur, sem gegn- sýrðar eru af þjóðernishyggju sjálfstæðisbar- áttunnar. Þjóðernishyggja í sögu og sagnaritun — þetta tvennt hefur skiljanlega verið nátengt og samofið í gegnum árin. Á komandi blað- síðum er ætlunin að grípa nokkuð á þessu viðfangsefni. Birt verða nokkur dæmi um það hvernig þjóðernishyggja hefur komið fram í íslenskri sögu og sagnaritun. Reynt verður að varpa nokkru ljósi á það hvernig þjóðernishyggja hefur mótað umfjöllun manna á sagnfræðilegum viðfangsefnum. En áður en við tökum til við að fjalla um nokkra þætti er snerta þjóðernishyggju í ís- lenskri sögu og sagnaritun er við hæfi að skyggnast í hugleiðingar Arnórs Hannibals- sonar um þjóðir. Heimild: Svanur Kristjánsson: Sjálfstœðisflokkurinn — Klass- íska tímabilið 1929—1944. Reykjavík 1979. 71
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.