Sagnir


Sagnir - 01.05.1982, Blaðsíða 63

Sagnir - 01.05.1982, Blaðsíða 63
Umræður á Alþingi Frumvarpið var tekið til fyrstu umræðu á Alþingi seint í febrúar. Umræður urðu mikl- ar því sitt sýndist hverjum um ágæti frum- varpsins. Helstu ágreiningsefni voru í höfuð- atriðum þrjú: í fyrsta lagi deildu and- stæðingar frumvarpsins á þá víðtæku heim- ild sem þeir töldu að í frumvarpinu fælist. í öðru lagi var deilt um kostnaðinn er af frum- varpinu hlytist. Og í þriðja lagi var deilt um hvaða hlutverk varalögreglu væri raunveru- lega ætlað. Hversu víðtœk heimild? Andstæðingar frumvarpsins töldu takmarkaleysi þess óhóf- legt. Tryggvi Þórhallsson þingmaður Fram- sóknarflokksins sagði af þessu tilefni, að með frumvarpinu væri pólitiskri stjórn veitt alveg ótakmarkað vald til að velja svo marga menn sem henni gott þætti í þetta lið og vopnað það með þeim tækjum sem henni sýndist.14) Jón Baldvinsson sló á svipaða strengi og þótti landstjórnin heldur betur ætla að færa sig upp á skaftið:15) Hún [landstjórnin] ræður því, hvort það eru hríð- skotabyssur, sem nota á, handsprengjur, byssusting- ir, skammbyssur, fallbyssur.... o.s.frv. Jakob Möller, þingmaður Sjálfstæðis- flokksins gamla sagði að frumvarpið segði aðeins að hér ætti að stofna varalögreglu. Allt annað væri úr lausu lofti gripið.16) Jón Magnússon kvað það erfitt að svara sumum þingmönnum því þeir væru búnir að skapa inn i frumvarpið allt annað en í því fælist. En ef þinginu virtist heimildin of víðtæk mætti einfaldlega takmarka hana.17) I upphafsræðu sinni hafði ráðherra reynt að skýra út fyrir þingmönnum hvernig frum- varpið yrði í framkvæmd. Hann tók Reykja- vík sem dæmi, enda taldi hann að líklega væri þörfin ekki mjög rík i öðrum kaupstöð- um, nema þá helst á Siglufirði. í Reykjavík yrði um 100 manna varalið. Það fengi lág- marksþjálfun í því sem almennir lögreglu- menn þurfa einkum að temja sér. Þar sem búast mætti við vanhöldum yrðu því í þess- um 20 þús. manna bæ við óvenjulegar aðstæður 70—90 manna lið í stað 12—15 venjulega.18) Líklegt er að gerð frumvarpsns eins og það lá fyrir við fyrstu umræðu hafi orkað frá- hrindandi á þingmenn. Til marks um álit manna má nefna, að Jakob Möller hafði það Jón Baldvinsson eftir einum stuðningsmanni stjórnarinnar að frumvarpið væri eins og vitlaus maður hefði samið það.19) En gerð frumvarpsins varð einnig til þess að leggja vopnin upp í hendur andstæðinganna. Þeir túlkuðu frumvarpið eins og best hentaði fyrir málstað sinn, enda var boðið upp á slikt. Kostnaður. Þegar rætt var um kostnaðinn er af frum- varpinu hlytist er aftur komið að þeim vanda sem gerð frumvarpsins setti stjórnarliða í. í þeim efnum gátu andstæðingarnir gefið sér þær forsendur sem þeim datt í hug og þar með niðurstöður um kostnaðinn. Jón Magnússon sagði það hugsanlegt að búnaður 100—120 manna varaliðs í Reykja- vík kostaði 20—25 þús. krónur. Árlegan Jakob Möller.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.