Sagnir - 01.05.1982, Blaðsíða 86
Þegar Hannes fer að svipast um er ekki
lengur neitt nýjabrum á þjóðernisstefnu
nítjándu aldar. Hins vegar eru ýmsir vafa-
samir eiginleikar stefnunnar orðnir öllu
meira áberandi en verið hafði framan af.
Þjóðrembingurinn — chauvinisminn —
hafði víða um lönd látið að sér kveða, eink-
um sem yfirgangur drottnandi þjóða í fjöl-
þjóðaríkum og lítilsvirðing á hvers konar
minnihlutahópum, t.d. Gyðingum.
Að vísu var Hannes að einhverju leyti
ósjálfrátt mótaður af þjóðfrelsis- og þjóð-
ernisanda samtíðar sinnar. En þjóðernis-
stefnan er ekki sambærilegt hreyfiafl í
stjórnmálaviðleitni hans og þeirra Jóns og
Benedikts. Hannes hefur frá blautu barns-
beini vitað, að faðir hans var einn hinna allra
einvaldssinnuðustu og stjórnhollustu em-
bættismanna ríkisins. í einu máli brást hann
þó hlýðnisskyldunni við yfirboðara sina — í
kláðamálinu. En einnig þar lenti hann á önd-
verðum meiði við herbergisfélaga sinn gamla
frá Garði, Jón Sigurðsson.
Eftir að Hannes missti föður sinn, stóð
enginn karlmaður honum nær en móður-
bróðir hans, Tryggvi Gunnarsson. En
Tryggvi þótti líka stjórnhollur um sína daga
og var t.d. lengst af í góðu vinfengi við Nelle-
mann og landshöfðingjana, en ákaflega upp-
sigað við endurskoðunarhreyfinguna.
Nærri lætur að Hannes hefji stjórnmála-
afskipti með því að spotta sjálfan þjóðarvilj-
ann á Þingvallarfundinum 1885:
,,... fylfull er Grána, falskt lúðrar hljóma,
fullur er Gauti og öllum er kalt ...“
og hann lætur sig hafa það að hæðast að is-
lenzkri þjóðernisstefnu — eða þjóðrembingi:
..bara ef lúsin íslenzk er
er þér bitið sómi.“
Einn allra kjörinna fulltrúa á Þingvallar-
fundinum 1888 snýst hann á móti samþykkt
stjórnarbótarmanna þar.
Minnstu munaði að þessi raunsœislega af-
staða landshöfðingjaritarans glæsilega yrði
pólitískur banabiti hans. Var það með ólík-
indum hversu illa þessum heillandi sjarmör
gekk að verða sér út um þingsæti.
En þjóðernisprósentan í Hannesi að við-
bættu stjórnmálalegu raunsæi hefur ráðið
gerðum hans, þegar hann stofnaði til þeirra
samningaumleitana, sem áttu að verða risið
Hannes Hafstein. Þjóðernisstefnan var ekki sambæri-
legt hreyfiafl í stjórnmálaviðleitni hans og þeirra Jóns
og Benedikts.
á ferli hans, en færðu honum þess í stað
grimmilegasta ósigur — uppkastið.
Þrátt fyrir mikið vinfengi Hannesar við
ýmsa forystumenn róttækra vinstri manna í
Danmörku (borgaralegra að sjálfsögðu),
stóð hann sjálfur nær þeim heldur en íhalds-
sömu frjálslyndu stjórnmálamönnunum,
sem héldu tryggð við Vinstriflokkinn
danska. Borið saman við aðra foringja í ís-
lenzkum stjórnmálum heimastjórnartíma-
bilsins er Hannes gersneyddur öllum þjóð-
ernishroka, sem annars er orðinn algengur
þegar um aldamót. í framandleika sinum
gagnvart eiginlegri þjóðernisstefnu á Hannes
ef til vill helzt sammerkt við kunnasta and-
stæðing sinn, tækifærissinnann og lukku-
riddarann dr. Valtý Guðmundsson.
84