Sagnir


Sagnir - 01.05.1982, Blaðsíða 86

Sagnir - 01.05.1982, Blaðsíða 86
Þegar Hannes fer að svipast um er ekki lengur neitt nýjabrum á þjóðernisstefnu nítjándu aldar. Hins vegar eru ýmsir vafa- samir eiginleikar stefnunnar orðnir öllu meira áberandi en verið hafði framan af. Þjóðrembingurinn — chauvinisminn — hafði víða um lönd látið að sér kveða, eink- um sem yfirgangur drottnandi þjóða í fjöl- þjóðaríkum og lítilsvirðing á hvers konar minnihlutahópum, t.d. Gyðingum. Að vísu var Hannes að einhverju leyti ósjálfrátt mótaður af þjóðfrelsis- og þjóð- ernisanda samtíðar sinnar. En þjóðernis- stefnan er ekki sambærilegt hreyfiafl í stjórnmálaviðleitni hans og þeirra Jóns og Benedikts. Hannes hefur frá blautu barns- beini vitað, að faðir hans var einn hinna allra einvaldssinnuðustu og stjórnhollustu em- bættismanna ríkisins. í einu máli brást hann þó hlýðnisskyldunni við yfirboðara sina — í kláðamálinu. En einnig þar lenti hann á önd- verðum meiði við herbergisfélaga sinn gamla frá Garði, Jón Sigurðsson. Eftir að Hannes missti föður sinn, stóð enginn karlmaður honum nær en móður- bróðir hans, Tryggvi Gunnarsson. En Tryggvi þótti líka stjórnhollur um sína daga og var t.d. lengst af í góðu vinfengi við Nelle- mann og landshöfðingjana, en ákaflega upp- sigað við endurskoðunarhreyfinguna. Nærri lætur að Hannes hefji stjórnmála- afskipti með því að spotta sjálfan þjóðarvilj- ann á Þingvallarfundinum 1885: ,,... fylfull er Grána, falskt lúðrar hljóma, fullur er Gauti og öllum er kalt ...“ og hann lætur sig hafa það að hæðast að is- lenzkri þjóðernisstefnu — eða þjóðrembingi: ..bara ef lúsin íslenzk er er þér bitið sómi.“ Einn allra kjörinna fulltrúa á Þingvallar- fundinum 1888 snýst hann á móti samþykkt stjórnarbótarmanna þar. Minnstu munaði að þessi raunsœislega af- staða landshöfðingjaritarans glæsilega yrði pólitískur banabiti hans. Var það með ólík- indum hversu illa þessum heillandi sjarmör gekk að verða sér út um þingsæti. En þjóðernisprósentan í Hannesi að við- bættu stjórnmálalegu raunsæi hefur ráðið gerðum hans, þegar hann stofnaði til þeirra samningaumleitana, sem áttu að verða risið Hannes Hafstein. Þjóðernisstefnan var ekki sambæri- legt hreyfiafl í stjórnmálaviðleitni hans og þeirra Jóns og Benedikts. á ferli hans, en færðu honum þess í stað grimmilegasta ósigur — uppkastið. Þrátt fyrir mikið vinfengi Hannesar við ýmsa forystumenn róttækra vinstri manna í Danmörku (borgaralegra að sjálfsögðu), stóð hann sjálfur nær þeim heldur en íhalds- sömu frjálslyndu stjórnmálamönnunum, sem héldu tryggð við Vinstriflokkinn danska. Borið saman við aðra foringja í ís- lenzkum stjórnmálum heimastjórnartíma- bilsins er Hannes gersneyddur öllum þjóð- ernishroka, sem annars er orðinn algengur þegar um aldamót. í framandleika sinum gagnvart eiginlegri þjóðernisstefnu á Hannes ef til vill helzt sammerkt við kunnasta and- stæðing sinn, tækifærissinnann og lukku- riddarann dr. Valtý Guðmundsson. 84
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.