Sagnir


Sagnir - 01.05.1982, Blaðsíða 77

Sagnir - 01.05.1982, Blaðsíða 77
una úr munnum barnanna og kenna þeim að virða og elska þjóðríkið. Herinn tók svo við og kenndi mönnum að berjast og falla fyrir það. Jafnframt þurfti að kenna mönnum að lesa og skrifa, svo þeir gætu unnið sérhæfð störf í iðnaði og svo þeir gætu lesið blöðin og hagnýtt sér þau mannréttindi sem fylgja at- kvæðisrétti. Friedrich Engels. Hann og fleiri 19. aldar menn höfðu trú á því að sú tíð kœmi að í Evrópu myndaðist sameiginleg menning og þjóðir sem slíkar þurrkuðust út. Ekki fer það á milli mála að land, tunga, saga. þjóðtrú, lífsbarátta hafa áhrif á það til hverrar þjóðar menn telja sig. En ef landa- mæri þjóðríkja eiga að fylgja landamærum þjóðtungna fer að kárna gamanið, því að óvíða hefur tekizt að láta þau mörk falla saman á landakortinu. Og hvað er þjóð- tunga? Hvernig þarf tunga að vera, til þess að hægt sé að byggja á því kröfu um stofnun Þjóðríkis á því svæði sem hún er töluð? Það er enginn vafi á því að tunga sú, sem maður að nafni Ljudovit Stur bjó til um 1850 upp ur mállýzkum sem talaðar voru í hérði því, sem þá var kallað Efra-Ungverjaland, var forsenda fyrir því að þetta fólk fór að kalla s'g sérstaka þjóð, Slóvaka. Þegar Znaniecki spurði um 1900 bændur við Príbet-fenin hverrar þjóðar þeir væru, vissu þeir ekkert um það. Sögðust hafa búið hér mann fram af manni og væru skirðir til rétttrúnaðar. Þegar Znaniecki sagði þeim að þeir væru Hvít-Rússar, höfðu þeir aldrei heyrt það. En iðnvæðing skapar markað, verzlun, þörf fyrir samskipti, nauðsyn fyrir svigrúm til vaxtar. Það þarf að sameina kraftana, bæði til borga og sveita, til að uppbyggingin geti gengið fyrir sig snurðulítið í hverju samfélagi fyrir sig. Friedrich Engels og fleiri 19. aldar menn ímynduðu sér að það yrðu nokkrar stórar siðmenntaðar þjóðir í Evrópu, en Baskar, Bretónar, Tékkar, Slóvenar, Rúten- ar o.s.frv. myndu hverfa. Ekki aðeins myndu þessir þjóðaafgangar eða -brot (Völkerabfálle) þurrkast út, heldur og þjóð- ir sem slíkar. Myndast myndi sameiginleg menning Evrópu. Ekki yrði spurt lengur hverrar þjóðar menn væru. Þetta héldist í hendur við aukin mannréttindi, minnkun stéttamunar eða afnám stétta með öllu. Raunin hefur orðið önnur. Kúgaðar þjóðir hafa risið upp og heimtað rétt sinn. Enn eru þjóðir í Evrópu að berjast fyrir sjálfstæðri tilveru sinni. Flestar eru þær innan landa- mæra Sovétrikjanna, sem eru að þessu leyti arftaki Austurrísk-Ungverska keisaradæmis- ins. í þriðja heiminum berjast þjóðir fyrir því að vera óháðar hinum gömlu iðnaðar- stórveldum, fyrir þjóðfrelsi og sjálfstæði. Það fer því ekki á milli mála, að þjóðfrelsi helzt í hendur við baráttu fyrir jafnrétti (ein- staklinga, þjóða) og fyrir betri afkomu og hagvexti. En samt sem áður hefur það reynzt erfitt að skilgreina þjóð með ytri einkennum eingöngu. Vesturfarir íslendinga voru ekki hvað sízt flótti frá fátækt, frá vonleysi og skorti á svigrúmi til athafna (sem stafaði af skilningslítilli stjórn annarrar þjóðar yfir landinu) — til þess að verða ríkir í Ameríku. Og þótt menn yrðu þá í leiðinni að kasta i enskinn börnum sínum og gefa þjóðerni sitt upp á bátinn, létu menn það sig litlu skipta. Þjóðfrelsi var skilyrði fyrir því að breyting yrði á. Það náðist fyrir forystu manna sem höfðu von, trú og traust á framtíð mannlífs í landinu, manna sem gáfust ekki upp, manna sem vildu heldur þrauka heima sem íslend- ingar en að verða erlendir launaþrælar, út- strikaðir, afmáðir, lifandi dauðir, laufblöð, sem er kastað fyrir vindinn (sbr. HKL,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.