Sagnir


Sagnir - 01.05.1982, Blaðsíða 115

Sagnir - 01.05.1982, Blaðsíða 115
sjónarmiða sé lítt sættanleg andstæða. Á meðan reynt er að troða mannanafnaþulum, fjarðaromsum, málfræðireglum, ártala- skrám o.s.frv. í börnin eins og þau væru sparigrísar getum við ekki vænst þess að ala upp fólk sem er vant því að taka á móti upp- lýsingum öðru vísi en sem guðspjalli. Enda vilja þeir sem ,,staðreyndasjónarmiðið“ að- hyllast e.t.v. ekki að fólk fari að véfengja út- reikninga hagfræðinga á „burðarþoli at- vinnuveganna“ og því um líkt. Og vegna þess að þjóðfélagsaðstæður eru breytingum undirorpnar er ekki gott að nota aðferð hinna haldgóðu upplýsinga — heldur verður einmitt að leggja áherslu á að gera nemandann sjálfbjarga við að afla sér þeirra upplýsinga um samfélagið sem hann vill og að meta þær sem er ekki síður mikilvægt. Þetta er reyndar efni í heila grein en les- andinn getur þó velt því fyrir sér hvor að- ferðin muni meira viðhöfð. Heimildaritgerðafarganið Við skulum þá snúa okkur að því hvernig saga er notuð í skólum. Við þekkjum vel staðreyndaítroðsluaðferðina og mælum henni lítt bót. Ég ræði hana því ekki frekar. En fleira kemur til. í Sögnum í hitteðfyrra er fróðleg grein, ,,Saga í dönskum skólum“. Hún lýsir því að mikil óánægja hafi verið með „ártöl og kóngarunur“ sem einkennt höfðu náms- greinina bæði í grunn- og menntaskólum. í byrjun 8. áratugsins varð lausnarorðið heim- ildalestur. Kenna átti nemendum aðferða- fræði sagnfrœðinnar. Tilgangurinn var sá að láta þeim í té verkfæri sem þeir gætu að skólagöngu lokinni nýtt til að afla sér upp- lýsinga um samfélagið. Með aðstoð heimild- anna áttu nemendurnir að geta myndað sér sjálfstæða skoðun og kynnst því af eigin raun hversu mismunandi túlkun manna á sama viðburði getur verið. Þannig átti sagn- fræðin að hjálpa til við að gera nemendurna að virkum þátttakendum í lýðræðisþjóðfé- lagi. Reynsla Dana varð sú að nemendurnir öðluðust þrönga þekkingu með lítið yfir- færslugildi. Hættan sem vofir yfir heimilda- ritgerðaaðferðinni er sú að nemandinn öðlist engan skilning á sögulegri framvindu en viti allt um t.d. Móðurharðindin. Heimildaritgerðaaðferðin virðist mér eiga töluverðu fylgi að fagna meðal íslenskra sagnfræðinga. Þá skoðun hef ég jafnvel heyrt að það þyrfti að undirbúa nemendur undir það sem fyrst og geta orðið sagnfræð- ingar síðar meir. Aðrar háskólágreinar hafi forskot. í þessu sjónarmiði felst að það sé hlutverk skóla að búa til nemendur fyrir aðra skóla. Þess er skylt að geta að heimildaritgerðirn- ar ryðja sér víðar til rúms en í sögunni. Mér virðist (án þess að vita það með vissu) að þær tröllríði æ fleiri námsgreinum í sífellt fleiri skólum. Er gagn að sögu? í skólakerfinu er dýrkun á svokölluðum raungreinum með stærðfræði í broddi fylk- ingar. Einu gildir þótt stærðfræði sé hrein hugvísindi og eðlisfræði ekkert raunverulegri en landafræði og félagsfræði. Við sem við hvers konar samfélagsfræði fáumst þurfum að kljást við þetta sjónar- mið. Það er t.d. krafist meiri réttlætingar fyrir sögu en algebru. En hefur þekking á fortíðinni yfir höfuð einhverja skírskotun til nútímans? Það er eðlilegt að sagnfræðingar skipti sér af hvern- ig saga er kennd í skólum og hversu margar stundir. Sumir hugsa um þetta út frá at- vinnusjónarmiði og vilja að sagnfræðingar hafi einkarétt á því að kenna sögulegt efni. Aðrir hafa að leiðarljósi trú á að sögulegar skýringar og söguleg þekking hjálpi til við skilning á nútímafyrirbærum enda eiga sagn- fræðingar að vera sérhæfðir í því að vita hvenær hægt er að nota slíkar skýringar. Formlega séð er saga hluti af faginu sam- félagsfræði í grunnskólunum þótt enn sé hún viðast hvar kennd sem sérstakt fag í efstu bekkjunum. Ýmsir tortryggja þetta fyrir- komulag og telja að hlutur sögunnar sé fyrir borð borinn. Ég tel að þótt heildarstunda- fjöldi nemenda í því sem áður hét saga (ís- lands- eða mannkyns-) fækki nokkuð sé ekki þar með sagt að sögulegt efni skipi ómerki- legra rúm. Og vil ég undirstrika að atvinnu- sjónarmið sagnfræðinga má ekki ráða ferð- inni. Ég tel eitt af mikilvægustu markmiðum náms í hvers konar samfélagsfræðum vera að auðvelda nemendum að hafa áhrif í sam-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.