Sagnir


Sagnir - 01.05.1982, Blaðsíða 106

Sagnir - 01.05.1982, Blaðsíða 106
Á töflu I kemur fram að mest samstaðan er hjá þeim ríkjapörum sem Noregur, Svíþjóð og Danmörk mynda. Næst í röðinni koma þau pör sem ísland myndar með þessum þrem ríkjum, siðan þau pör sem Finnland og þessi ríki mynda en neðst á listanum er parið: Ísland/Finnland. Skýringar á þessari röð þurfa ekki að vera langsóttar. Noregur, Svíþjóð og Danmörk hafa á margan hátt mun meiri samskipti sin á milli en við útkjálkaríkin ísland og Finnland. Þegar grannt er skoðað kemur til dæmis í ljós að verslunin milli þessara ríkja er mun meiri hlutfallslega en verslun þeirra við ís- land og Finnland.6) Ætti því engum að koma á óvart þótt ríkin þrjú sýni mesta innbyrðis samstöðu á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Hina tiltölulega litlu samstöðu íslands og Finnlands ætti heldur ekki að reynast ýkja erfitt að skýra. Þessi lönd eru á margan hátt tiltölulega fjarri hvort öðru, landfræðilega, menningarlega en ekki síst hvað snertir afstöðuna til heimsmála yfirleitt, ísland sem aðili að NATO og mjög hallt undir Banda- ríkin en Finnland hlutlaust og hollt Sovét- ríkjunum. Afstaðan í ágreiningi austurs og vest- urs Á því tímabili sem til umræðu er í þessari grein lifði heimurinn í skugga kalda stríðs- ins. Járntjaidið var fellt og andstæðar fylk- ingar austurs og vesturs bjuggu um sig hvor gegnt annarri gráar fyrir járnum. Ágreiningurinn milli austurs og vesturs endurspeglaðist glögglega á vettvangi Sam- einuðu þjóðanna og í atkvæðagreiðslum þar mátti ósjaldan greina það hyldýpi sem mynd- ast hafði milli austurs og vesturs. Að sjálfsögðu var þessi ágreiningur hjá S.Þ. þó mismikill. Fyrir kom að hann væri lítill eða enginn i einstaka málum en oftast var hann einhver. í skrifum sínum um afstöðu Norð- urlanda hjá S.Þ. á árunum 1946—1963 skiptir Kurt Jacobsen ágreiningi austurs og vesturs niður í mismunandi stig eftir því hversu mikill hann var hverju sinni. Leggur Jacobsen í þessu efni til grundvallar hvernig forysturíki blokkanna tveggja greiddu at- kvæði hvert gagnvart öðru: 1. Hátt stig ágreinings (high degree of conflict): Sovétríkin greiða atkvæði á móti vesturveldunum þrem, Banda- ríkjunum, Bretlandi og Frakklandi. 2. Miðstig ágreinings (medium degree of conflict): Sovétríkin og Bandaríkin greiða atkvæði hvor á móti öðrum. 3. Lágt stig ágreinings (low degree of conflict): Vesturveldin öll, Bandaríkin ein eða Sovétríkin sitja hjá við at- kvæðagreiðslu.7)- í framhaldi af þessu tali um stigskiptingu ágreinings milli austurs og vesturs er vert að minnast hér á tímabilaskiptingu, sem oft á eftir að vitna til í þessari grein. Ensku orðin yfir tímabilin ættu að gefa mönnum hugmynd um hvað liggur að baki nafngift- unum: 1. Pre-alliance, 1946—1948. 2. Alliance-formation I, 1949—1951. 3. Alliance-formation II, 1952—1954. 4. Bi-polar, 1955—1959. 5. Post-colonial, 1960—1963. Enginn skal undrast þótt íslendingar hafi að jafnaði tekið eindregna afstöðu með vest- urblokkinni þegar deilur risu milli hennar og austantjaldsríkjanna á vettvangi S.Þ. á ár- unum 1946—1963. Með- aðild sinni að NATO hafði ísland eins og Noregur og Dan- mörk skipað sér í hóp þeirra ríkja sem töldu sér stafa ógn af andstæðingunum austan járntjaldsins. Þegar grannt er skoðað kemur í ljós að beint samband er á milli samstöðu Norð- urlanda með vesturveldunum á vettvangi Sameinuðu þjóðanna og þess hversu mikinn ágreining er um að ræða hverju sinni milli austurs og vesturs. Vaxandi ágreiningur aust- urs og vesturs veldur aukinni samstöðu allra Norðurlandanna nema Finnlands með vesturblokkinni. Aukningin er hér að vísu lítil hjá Svíþjóð en mest er hún hjá íslandi.8) Svipað kémur í ljós þegar athuguð er sam- staða Norðurlandanna með Bandaríkjunum í atkvæðagreiðslum hjá S.Þ. á tímabilinu 1946—1963. NATO-ríkin þrjú, Noregur, Danmörk og ísland sýndu eins og vænta mátti meiri samstöðu með Bandaríkjunum en hlutlausu ríkin, Svíþjóð og Finnland. Á töflu II má sjá hvernig háttað var samstöðu einstakra Norðurlanda með Bandarikjunum í atkvæðagreiðslum hjá S.Þ. á árunum 1946—1963. Taflan nær yfir þau mál sem fella má undir hátt stig ágreinings milli austurs og vesturs samkvæmt skilgreiningu hér að framan og í töflunni er notuð sú tíma- biliaskipting sem áður er drepið á. 104
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.